Kristján 9.

konungur Danmerkur frá 1863 til 1906

Kristján 9. var konungur Danmerkur 18631906. Hann fæddist 8. apríl 1818 í Gottorpshöll (Gottorp Slot) og dó 29. janúar 1906 í Amalienborgarhöll.

Skjaldarmerki Lukkuborgarar Konungur Danmerkur
Lukkuborgarar
Kristján 9.
Kristján 9.
Ríkisár 1863 – 1906
SkírnarnafnKristján
prins af Schleswig-Holstein-Sonderburg-Beck
KjörorðMed Gud for Ære og Ret.
Fæddur8. apríl 1818
 Gottorpshöll í Slésvík
Dáinn29. janúar 1906 (87 ára)
 Amaliuborg í Kaupmannahöfn
Gröfí Hróarskeldudómkirkju
Konungsfjölskyldan
Faðir Vilhjálmur, Hertogi af Slesvig-Holsten-Sønderborg-Glücksborg
Móðir Louise Karoline af Hessen-Kassel
DrottningLouise af Hessen-Kassel
Börn

Friðrik 7. konungur af Aldinborgarætt var barnlaus, en hann útnefndi þennan fjarskylda frænda sinn af Lukkuborgarætt til þess að taka við krúnunni eftir sinn dag. Kona Kristjáns (og síðar drottning Danmerkur) var Louise af Hessen-Kassel, en hún var náskyld Friðriki konungi og hafði erfðarétt og er talið að það hafi verið helsta orsök þessarar tilnefningar.

Þessi konungshjón, Kristján 9. og Louise af Hessen-Kassel urðu þekkt sem „tengdaforeldrar Evrópu“. Fjögur barna þeirra urðu þjóðhöfðingjar eða makar þjóðhöfðingja. Þau voru: Friðrik, konungur Danmerkur, Alexandra drottning í Englandi, gift Albert Edward prins af Wales, sem síðar varð konungur Englands undir nafninu Játvarður 7., Dagmar keisaraynja Rússlands gift Alexander 3. sem tók sér nafnið Maria Feodorovna og Vilhelm, sem varð Georg 1. konungur Grikklands.

Meðal núlifandi (2021) afkomenda Kristjáns og Louise af Lukkuborgarætt má nefna Margréti 2. Þórhildi Danadrottningu, Elísabetu 2. Bretadrotningu, Harald 5. Noregskonung, Konstantin 2. fyrrum Grikkjakonung og Önnu-Maríu drottningu hans, systur Konstantíns Soffíu, fyrrum Spánardrottningu, son hennar Filippus 6. Spánarkonung, Filippus prins og hertoga af Edinborg (sem fæddist prins af Grikklandi og Danmörku, en afsalaði sér þeim titlum 1947 við brúðkaup sitt og Elísabetar og fékk í staðinn breska aðalstitla ) og son hans Karl 3. Bretakonung. Breska grein ættarinnar kallar sig Windsor-ætt og hin spænska Borbón-Anjou.

Tengill

breyta
  • Freigátan Jylland, grein eftir Leif Sveinsson. Lesbók Morgunblaðsins, 25. tölublað (06.07.1985), Blaðsíða 8.


Fyrirrennari:
Friðrik 7.
Danakonungur
(18631906)
Eftirmaður:
Friðrik 8.


  NODES
languages 1
os 1