Línuborgin
28°17′15″N 34°50′42″A / 28.28750°N 34.84500°A
Línuborgin eða Línan (arabíska: ذا لاين) er fyrirhuguð snjallborg í Sádi-Arabíu í Neom, Tabuk. Samkvæmt áætlunum sádi-arabískra stjórnvalda verða engir bílar í borginni og kolefnislosun verður lítil sem engin.[1][2][3][4]
Hugmyndin að borginni var fyrst kynnt 10. janúar 2021 af krónprinsi Saudi Arabíu, Múhameð bin Salman í kynningu sem var send út í ríkissjónvarpinu þar í landi,[2] Var þá áætlað að framkvæmdir myndu hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2021.[1] Þá stóð til að Línan yrði 170 kílómetrar að lengd, 95% af allri núverandi náttúru innan Neom yrði hlíft og áætlað var að íbúar hennar yrðu ein milljón talsins.[2][3][5] Samkvæmt hugmyndum Múhameðs bin Salman verður borgin jafnframt knúin að öllu leyti með endurnýtalegri orku.[3] Línan á að samanstanda af þremur lögum, þar á meðal einu á yfirborðinu fyrir íbúðarhús og gangandi vegfarendur, einu neðanjarðar fyrir innviði og öðru neðanjarðar til flutninga.[1] Gervigreind á að fylgjast með borginni og nota forspár- og gagnalíkön til að finna leiðir til að bæta daglegt líf borgarbúa.[1]
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu fullyrða að þau muni skapa 380.000 störf, ýta undir efnahagslega fjölbreytni og leggja 180 milljarða SAR (48 milljarða Bandaríkjadala) til landsframleiðslu fyrir árið 2030. Borgin er hluti af Vision 2030-verkefninu í Sádi-Arabíu, sem Sádi-Arabía fullyrðir að muni skapa 380.000 störf og að landsframleiðslan muni aukast um 48 milljarða bandaríkjadala. Línan verður fyrsti hluti mikillar þróunar og uppbyggingar í Neom en áætlaður byggingarkostnaður er 100–200 milljarðar Bandaríkjadala (400–700 milljarðar SAR).
Hugmyndin að Línuborginni er talin liður í fyrirætlunum Múhameðs bin Salman um að gera efnahag Sádi-Arabíu minna háðan olíuiðnaðinum.[6] Hugmyndin hefur verið gagnrýnd úr ýmsum áttum vegna gífurlegs fyrirhugaðs kostnaðar, umhverfisspjalla og grænþvottar við framkvæmdirnar. Þá hafa áætlanirnar víða verið taldar óraunsæjar og almennra efasemda gætt um að borgin muni nokkurn tímann rísa í þeirri mynd sem sádi-arabísk stjórnvöld sjá fyrir sér.[7]
Staðsetning
breytaLínan á að rísa í Neom og tengja strönd Rauðahafsins við fjöllin norðvestur af Sádi-Arabíu.
Lýsing
breytaLínan á að verða 170 km línulaga borg. Samkvæmt áætlunum sádi-arabískra stjórnvalda verða engir vegir í borginni, heldur eiga íbúarnir að geta nálgast alla nauðsynlega innviði með aðeins fimm mínútna göngu. Hægt á að vera að ferðast borgina endanna á milli á einungis 20 mínútum með ofuröflugum hraðlestum í gegnum lofttæmd göng. Sádi-arabísk stjórnvöld áætla að vörur og aðrir hlutir verði ferjaðir neðanjarðar með „ósýnilegum innviðum“.[7] Tæknin sem á að gera þetta mögulegt er ekki enn til, en hefur verið á teikniborðum árum saman.[6]
Veðurfar
breytaVeðrið á landsvæðinu þar sem Línuborgin á að rísa er öðruvísi en flest svæði í Sádi-Arabíu og er eitt af þeim svæðum þar sem finna má snjó yfir vetrartímann. Svæðið í kringum fyrirhugaða staðsetningu er vinsælt vegna hafgolunnar og útivistarmöguleika.
Bygging og framkvæmd
breytaÍ apríl árið 2024 hafði áætlunum um byggingu Línuborgarinnar verið breytt. Var þá aðeins ráðgert að borgin yrði um 2,4 km að lengd árið 2030, en ekki 170 km líkt og vonir stóðu til.[8]
Ytri tenglar
breyta- „Theline“ (kynningarmyndband í heild sinni) Geymt 10 janúar 2021 í Wayback Machine
- https://www.neom.com/whatistheline/home.html Geymt 10 janúar 2021 í Wayback Machine Official website </img>
- Sádi-Arabía tilkynnir um áætlanir um bíllausa línulega borg sem kallast Línan, 170 kílómetra löng sem hluti af Neom Project Geymt 23 mars 2021 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Summers, Nick (11. janúar 2021). „Saudi Arabia is planning a 100-mile line of car-free smart communities“. Engadget (enska). Afrit af uppruna á 12. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Top Global Oil Exporter Saudi Arabia Launches Car-free City“. Barrons (bandarísk enska). 10. janúar 2021. Afrit af uppruna á 11. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 „What is The Line? All you need to know about Saudi Arabia's plan for a futuristic zero-carbon city“. Free Press Journal (enska). Afrit af uppruna á 11. janúar 2021. Sótt 12. janúar 2021.
- ↑ „An Accelerator of human progress“. NEOM. Sótt 10. janúar 2021.
- ↑ Rashad, Aziz El Yaakoubi, Marwa (10. janúar 2021). „Saudi Crown Prince launches zero-carbon city in NEOM business zone“. Reuters (enska). Sótt 11. janúar 2021.
- ↑ 6,0 6,1 Arnar Þór Ingólfsson (22. janúar 2021). „Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg“. Kjarninn. Sótt 24. júní 2024.
- ↑ 7,0 7,1 Sunna Valgerðardóttir (26. mars 2023). „Er Línan hugmynd byggð á sandi eða verður hún borg byggð á sandi?“. RÚV. Sótt 24. júní 2024.
- ↑ Peter Beaumont (10. apríl 2024). „End of the Line? Saudi Arabia 'forced to scale back' plans for desert megacity“. The Guardian. Sótt 24. júní 2024.