Líparí er eyja norður af Sikiley; sú stærsta af 7 í Vindeyjaklasanum.

Lipari

Flatarmál eyjarinnar er 37 km², og um 10.000 búa á eynni. Hæsti punktur eyjarinnar er Monte Chirica í 602 metra hæð.

Á eyjunni er eldfjall og hefur hún myndast við eldsumbrot fremur en að hafa brotnað frá meginlandinu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES