Landvinningamaður var blanda ævintýramanns og hermanns sem reyndi að ná yfirráðum á tilteknu byggðu landsvæði í nafni Spánarkonungs en fyrst og fremst að eigin frumkvæði. Landvinningamenn unnu oft lönd sem sá heimur sem þeir komu frá hafði takmarkaða vitneskju um. Þeir sóttust yfirleitt eftir landstjóratign frá konungi í krafti þess að hafa lagt svæðið undir hann. Hugtakið landvinningamaður má ekki rugla saman við landkönnuð, þó að landvinningamenn hafi oft verið landkönnuðir um leið. Hugtakið er nánast eingöngu notað um spænska leiðangursforingja (sp. Conquistadores) sem lögðu undir sig stór svæði í Mið- og Suður-Ameríku á 16. og 17. öld, en stundum líka um hliðstæður þeirra. Þannig er orðið stundum notað um t.d. norsku ævintýramennina sem stofnuðu Land Eiríks rauða á Grænlandi í byrjun 20. aldar.

Þekktir landvinningamenn

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES