Latt auga (fræðiheiti: amblyopia) er augnkvilli hjá mönnum sem lýsir sér þannig að augun eru ekki samstillt sem aftur leiðir til sjóndepru á öðru auganu þar sem heilinn hafnar taugaboðunum sem berast frá því.

Þetta þýðir það að augun horfa hvort á sinn punktinn. Annað augað verður ríkjandi en hitt víkjandi, en einstaklingurinn notar ríkjandi augað meira en víkjandi augað, svo að þegar einstaklingur með latt auga horfir á eitthvað er hann mjög líklega að nota ríkjandi augað. Að vísu geta sumir með latt auga notað viljandi annað augað fram yfir hitt, án þess að loka öðru auganu; það er viljastýrt.

Ástæðan fyrir því að annað augað verður latt er sú, að heilinn hafnar taugaboðunum frá því, fyrir einhverra hluta sakir, svo sem óskýrleika eða einhvers annars.

Hægt er að ráða bót á lötu auga hjá börnum, t.d. með því að loka fyrir ríkjandi augað í nokkra klukkutíma á dag yfir ákveðið tímabil, en með því móti neyðist heilinn til að nota lata augað. Þetta hins vegar virkar ekki í öllum tilfellum, en ástæðurnar fyrir því geta verið ýmsar og stundum alls ekki sýnilegar.

Þeir sem eru með alvarleg tilfelli lats auga eiga erfiðara með þrívíddarskynjun, og þar með að meta fjarlægðir og dýpt.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES