Leslie William Nielsen (11. febrúar 1926 - 28. nóvember 2010) var kanadískur leikari og grínasti. Nielsen var einn af fremstu og mikilvægustu leikurum í bæði kanadískri og bandarískri menningu að mati margra, en leikferill hans stóð yfir í 60 ár eða frá 1950 til 2010. Nielsen lék í yfir 100 kvikmyndum og 150 sjónvarpsþáttum í gervi um 220 karaktera. Nielsen byrjaði feril sinn sem dramatískur leikari á sjötta áratugi 20. aldar og lék í mörgum vestrimyndum og í rómantískum kvikmyndum. Meðal þekktustu hlutverka Nielsens á sviði dramatískra kvikmynda voru myndirnar Forbidden Planet (1956) og The Poseidon Adventure (1972).

Nielsen árið 1982.

Á níunda áratugi 20. aldar var Nielsen orðinn þekktur fyrir að vera svokallaður „dead pan“ gamanleikari og lék í aðalhlutverki í mörgum gamanmyndum. Fyrst þeirra var Airplane! (1980) en síðan fylgdu eftir Creepshow (1982), Repossessed (1990), All I Want for Christmas (1991), Surf Ninjas (1993), S.P.Q.R.: 2,000 and a Half Years Ago (1994), Rent-a-Kid (1995), Dracula: Dead and Loving It (1995), Spy Hard (1996), Family Plan (1997), Mr. Magoo (1997), Wrongfully Accused (1998), Santa Who? (2000), 2001: A Space Travesty (2000) og Camouflage (2001). Nielsen var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frank Drebin í The Naked Gun gamanmyndaþríleiknum sem að spannaði af myndunum The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988), The Naked Gun 2+½: The Smell of Fear (1991) og Naked Gun 33+: The Final Insult (1994). Nielsen hélt áfram að leika í gamanmyndum á fyrsta áratugi 21. aldar, en þó einungis í smærri hlutverkum. Þar á meðal lék hann í Men with Brooms (2002), Scary Movie 3 (2003), Scary Movie 4 (2006), Superhero Movie (2008) og Stonerville (2011).

Nielsen fæddist í Regina í Saskatchewan og var hermaður fyrir kanadíska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. Nielsen var sæmdur heiðursorðu Kanada (Order of Canada) árið 2002.

  NODES
languages 1
os 3