Lestur er sú aðferð að aftákna, skilja og túlka texta. Getan til þess að lesa heitir læsi og er áunninn hæfileiki. Læsi er mismunandi eftir löndum og stafar af misgóðum menntakerfum. Lestur er lykilatriði í máltöku og auðveldar samskipti og hugmyndaskipti. Lestur er flókin aðferð sem krefst góðs skilnings á merkingarfræði, setningafræði og samhengingu sem orð eru í þannig að viðkomandi skilji textann. Sumir eiga erfitt með að lesa og stafa orð en þetta getur verið greint sem lesblinda. Sá sem getur ekki lesið neitt kallast ólæs.

Kona að lesa bók

Ýmiss konar lesefni er til en í dag er mest lesefni í annaðhvort prentuðu formi, eins og bókum, tímaritum, dagblöðum og bæklingum, eða rafrænu formi, á tölvuskjám, í sjónvörpum, farsímum eða lestölvum. Texta má einnig skrifa með penna eða blýanti. Textar tengjast oft raunverulegum hlutum, til dæmis heimilsfang á umslagi, vöruupplýsingar á umbúðum eða texti á umferðarskilti. Þannig er lestur mikilvægur hæfileiki sem nýtist í daglegu lífi.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1