Ruddy Lilian Thuram-Ulien (1. janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður Frakklands í fótbolta. Thuram er þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur kynþáttahaturs og stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra.[1] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og Parma, Juventus, Monaco og Barcelona. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar Hugo Lloris sló metið.[2]

Lilian Thuram í kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.

Knattspyrnuferill

breyta

Thuram var í landsliði Frakklands sem vann heimsmeistaramótið árið 1998 og Evrópumótið árið 2000. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann Evrópudeildina með Parma auk þess að verða bikarmeistari á Ítalíu, Frakklandi og Spáni.

Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.

AS Monaco

breyta

Thuram hóf feril sinn árið 1991 hjá AS Monaco í efstu deild Frakklands.Thuram spilaði ekki mikið fyrsta tímabil sitt hjá Monaco en á öðru tímabilinu vann hann sér inn fast sæti í byrjunarliðinu og var orðinn lykilleikmaður aðeins tvítugur. Hjá Monaco spilaði hann sem hægri bakvörður og næstu fjögur árin varð Thuram einn af bestu varnamönnum í Frakklandi.

Árið 1996 gerði Thuram samning við Parma og spilaði þar í fimm tímabil. Hann skipti um stöðu og byrjaði að spila sem hafsent. Hann var mikilvægur leikmaður í liði Parma. Með Parma komst hann í úrslit í Ítölsku bikarkeppninni og var í öðru sæti í ítölsku deildinni. Frammistaða Thuram hjá Parma vakti athygli stærri liða og árið 2001 ákvað Juventus að kaupa hann.

Juventus

breyta

Lið Juventus var stjörnum prýtt á þessum tíma og Thuram spilaði með stórstjórnum eins og Alessandro Del Piero og Zinidine Zidane. Thuram vann ítölsku deildina tvisvar og Supercoppa Italiana einu sinni. Hann spilaði fyrir Juventus 5 tímabil en gerði síðan samning við Barcelona.  

Barcelona

breyta

Árið 2006 skrifaði Thuram undir hjá spænska liðinu Barcelona. Þar spilaði hann í tvö tímabil og vann spænsku deildina með þeim á fyrra tímabilinu. Hann var einnig í liðinu sem vann Meistaradeildina árið 2009 en var farinn frá Barcelona áður en úrslitaleikurinn var spilaður því hann gerði samning og flutti sig yfir til Paris Saint-Germain þá 36 ára gamall.[3]

Fjölskylduhagir

breyta

Lilan Thuram á tvo syni sem heita Marcus og Khépren Thuram. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001 og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.

Tilvísanir

breyta
  1. „Lilian Thuram | University of Strathclyde“. www.strath.ac.uk. Sótt 20. nóvember 2024.
  2. „Lilian Thuram Biography, Career Info, Records & Achievements“. Sportskeeda.
  3. Sportskeeda. „Lilian Thuram“. Sótt Nóvember 2024.
  NODES
Done 1