Loch Ness er stórt djúpt ferskvatns-stöðuvatn í skosku hálöndunum. Yfirborð þess er 16 metra fyrir ofan sjávarmál. Loch Ness er best þekkt fyrir goðsagnakennt skrímsli sem ekki hefur þó tekist að sanna að sé til.

Loch Ness.
Urquhart-turninn við vatnið.

Loch Ness er annað stærsta stöðuvatn í Skotlands með flatarmál 56 km2. Einungis Loch Lomond er stærra. En þar sem Loch Ness er mjög djúpt er rúmmál þess meira en nokkurs annar stöðuvatns á Bretlandseyjum. Það hefur að geyma meira ferskvatn en öll stöðuvötn á Englandi og í Wales til samans. Mesta dýpi þess er 230 metrar sem aftur gerir það að því öðru dýpsta í Skotlandi eftir Loch Morar.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Loch Ness“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. feb. 2017.

  NODES
Done 1