Logo (forritunarmál)

Logo er forritunarmál fyrir fallaforritun sem byggist á Lisp. Það var hannað af Wally Feurzeig og Seymour Papert árið 1967 til nota við kennslu í anda hugsmíðahyggju. Í dag er forritunarmálið aðallega þekkt fyrir tátuteiknun þar sem bendill teiknar form á striga samkvæmt skipunum. Það er notað til að kenna forritun og rúmfræði. Til er fjöldinn allur af útfærslum og mállýskum Logo. Ekki nota þó öll tátuteiknunarforrit Logo og mörg þeirra útfæra aðeins lítinn hluta málsins. Ekkert staðlað Logo er til en útgáfan UCBLogo er almennt talin með þeim betri sem nú eru í notkun.

Forrit sem teiknar einfaldan stól.

Tenglar

breyta
   Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES