London (Ontaríó)

Ontario

London er borg í suðvestur-Ontaríó-fylki í Kanada. Íbúar voru rúmlega 366.000 árið 2011. Áin Thames rennur um borgina.

London úr lofti.
Pétursbasilíkan.

Borgin fékk nafn sitt árið 1793 þegar breskur lautinant stakk upp á nafni fyrir höfuðstað Efra-Kanada. Frumbyggjar höfðu verið á svæðinu síðustu 10.000 ár. Fyrsta byggð í evrópubúa þar var í kringum aldamótin 1800 og þorp var búið að myndast árið 1826. London fékk borgarstöðu árið 1855 þegar þar voru komnir meira en 10.000 íbúar. Árið 1953 var stífla byggð við efri Thames ána en hún hafði áður flætt margsinnis yfir bakka sína og valdið skemmdum og manntjóni.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „London, Ontario“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. október 2016.

  NODES