Lygi
Lygi er fullyrðing sögð viljandi af einhverjum sem veit að hún er ósönn eða villandi. Lygarar kunna að nota lygar sér til framdráttar, til dæmis til að ráðskast með aðra til að öðlast eitthvað efnislegt eða tilfinningalegt. Almennt ber orðið „lygi“ neikvæða merkingu, og þeim sem mælir lygi gæti verið refsað á samfélagslegan hátt eða í alvarlegum tilvikum með lögsókn. Í öðrum tilfellum er þó heimilt eða jafnvel æskilegt að ljúga. Vegna þess að afleiðingar lyga geta verið alvarlegar hafa fræðimenn unnið misvel heppnaðir að aðferðum til að greina lygar frá sannleikanum.
Tegundir
breytaHvít lygi
breytaHvít lygi kallast minniháttar lygi sem telst skaðlaus eða gagnleg til lengri tíma litið. Hvítar lygar eru oft notaðar í þágu annarra, til dæmis til að verja þá fyrir sannleikanum ef hann er sérstaklega særandi og að ekki vita hann skiptir litlu máli.
Meinsæri
breytaMeinsæri kemur fyrir þegar eiðbundinn einstaklingur lýgur fyrir dómstól. Meinsæri er glæpur þar sem vitnið hefur svarið að segja sannleikann og til þess að dómstóllinn haldi réttmæti sínu verður að gera ráð fyrir að vitni segi satt.
Skrök
breytaSkrök er lygi sem er ekki illa meint og hefur litlar sem engar afleiðingar.
Ýkjur
breytaÝkjur eru þar sem grundvallarupplýsingar um eitthvað eru sannar, en ekki í eins miklum mæli og mælandinn gefur í skyn. Það er talað um að „teygja sannleikann“, það er að láta eitthvað hljóma mikilvægara eða áhugaverðara en það er í raun. Í mörgum tilfellum eru ýktar fullyrðingar ekki skildar bókstaflega.
Ærumeiðing
breytaÆrumeiðingar eru ummæli þar sem fullyrðing er sett fram sem kemur óorði á einstakling, fyrirtæki, hóp, ríkisstjórn eða þjóð, og getur verið glæpur. Ærumeiðing þarf ekki endilega að vera lygi.