Mæði (fræðiheiti: dyspnea) er öndunartruflun sem lýsir sér þannig að einstaklingur á erfitt með að anda nógu miklu lofti í lungun. Mæði er eðlileg við mikla áreynslu en telst einkenni sjúkdóms ef hún kemur fyrir við óvæntar aðstæður.

Í 85% tilfella orsakast mæði af astma, lungnabólgu, blóðþurrð í hjarta, lungnasjúkdómi, hjartabilun eða langvinnri lungnateppu, eða er af geðrættum völdum svo sem felmtursköstum eða kvíða.

Heimild

breyta
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1