Mannanafn er nafn sem manneskjur bera.

Íslensk mannanöfn

breyta

Samkvæmt mannanafnalögum skal hver íslenskur ríkisborgari bera nöfn samkvæmt þessu skipulagi:

  • Að minnsta kosti eitt eiginnafn en í mesta lagi þrjú. Þau skulu vera saman og fremst í nafninu.
  • Ekkert eða allt að eitt millinafn. Millinafnið, ef því er að skipta, kemur strax á eftir eiginafni eða eiginnöfnum.
  • Að minnsta kosti eitt kenninafn sem kemur á eftir eiginnöfnum og millinöfnum. Það getur verið föðurnafn eða móðurnafn. Einnig getur það verið ættarnafn hafi viðkomandi rétt á að bera slíkt en þá skal það vera aftast.

Merkir dómar um íslensk mannanöfn

breyta

Blævar-málið

breyta

Mannanafnanefnd úrskurðaði árið 1998 að stúlka, sem nefna átti Blær, gæti ekki borið það nafn þar sem nafnið væri skráð sem karlmannsnafn. Þrátt fyrir þann úrskurð vildu foreldrar hennar ekki gefa henni nýtt nafn og hét hún því í þjóðskrá Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir. Árið 2012 stefndi móðir stúlkunnar ríkinu vegna úrskurðarins og krafðist þess að nafn hennar yrði skráð Blær í þjóðskrá, enda olli það henni vanlíðan og vandræðum þar sem hennar var alltaf vísað til sem Stúlku. Héraðsdómur kvað upp þann dóm árið 2013 að hún skyldi nefnd Blær í þjóðskrá meðal annars af þeirri ástæðu að ígríp ríkisins í nafngjöfina þyrftu að eiga stoð í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu Johansson gegn Finnlandi frá 2007 enda væri sú grein sáttmálans efnislega samhljóða ákvæði stjórnarskrár Íslands um friðhelgi einkalífsins.

  NODES
languages 1
os 2