Meðgöngueitrun (pre-eclampsia) er meðgöngutengdur sjúkdómur sem einkennist af nýtilkomnum háþrýstingi ásamt einkennum líffæraskemmda eftir 20 vikna meðgöngu. Tíðni meðgöngueitrunar er um 3-5% allra þungana á heimsvísu og sjúkdómurinn er enn meðal algengustu orsaka mæðradauða í heiminum.

[1] Konur í yfirþyngd, eldri mæður og frumbyrjur eru í aukinni áhættu á að þróa með sér sjúkdóminn en mest er áhættan hjá konum sem fengið hafa háþrýstingssjúkdóm á fyrri meðgöngu, eru með krónískan háþrýsting eða þjáist af krónískum sjúkdómi s.s. nýrnasjúkdómi, sykursýki eða sjálfsofnæmissjúkdómi. Konur sem fengið hafa meðgöngueitrun eru í aukinni hættu á að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma síðar á ævinni. [2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. Mol, Ben W. J.; Roberts, Claire T.; Thangaratinam, Shakila; Magee, Laura A.; de Groot, Christianne J. M.; Hofmeyr, G. Justus (5. mars 2016). „Pre-eclampsia“. Lancet (London, England). 387 (10022): 999–1011. doi:10.1016/S0140-6736(15)00070-7. ISSN 1474-547X. PMID 26342729.
  2. Lisonkova, Sarka; Joseph, K. S. (2013-12). „Incidence of preeclampsia: risk factors and outcomes associated with early- versus late-onset disease“. American Journal of Obstetrics and Gynecology. 209 (6): 544.e1–544.e12. doi:10.1016/j.ajog.2013.08.019. ISSN 1097-6868. PMID 23973398.
  3. al, S. D. Mcdonald et. „Cardiovascular sequelae of preeclampsia/eclampsia: A systematic review and meta-analyses | EndNote Click“. click.endnote.com (enska). doi:10.1016/j.ahj.2008.06.042&token=wzi5mzk5ndksijewljewmtyvai5hagoumjawoc4wni4wndiixq.l2ruw1yqqap14tprovy0fu-ppcq. Sótt 18. mars 2021.
  NODES
Note 2