Miðbaugur himins
Miðbaugur himins nefnist ofanvarp miðbaugs jarðar á himinkúluna. Himintungl, sem eru beint ofan miðbaugs, eru því á miðbaugi himins og hafa stjörnubreidd núll. Skurðpunktar miðbaugs himins og sólbaugs nefnast vorpunktur og haustpunktur.