Misheitt blóð
Misheitt blóð einkennir dýr sem viðhalda líkamshita sínum á annan hátt en dýr með jafnheitt blóð eins og spendýr og fuglar. Misheitt blóð á við um þrjá aðskilda eiginleika varmajöfnunar líkamans; útvermið blóð þar sem dýrið stjórnar líkamshita sínum með utanaðkomandi orkugjafa eins og sólinni, misheitt blóð þar sem líkamshitinn er sá sami og umhverfishiti og að síðustu hæg efnaskipti þegar dýrið er með mjög lítil efnaskipti í hvíld (getur „slökkt á líkamanum“). Dæmi um dýr með misheitt blóð eru skriðdýr.