Maurice de Bevere (1. desember 1923 - 16. júlí 2001), betur þekktur undir pennaheitinu Morris, var belgískur teiknari og teiknimyndasöguhöfundur. Hann er þekktastur fyrir að hafa skapað myndasögurnar um kúrekann Lukku Láka sem hann teiknaði frá árinu 1947 og allt til dauðadags.

Maurice de Bevere (Morris).

Morris fæddist í Kortrijk í Belgíu. Hann hóf ferill sinn hjá teiknimyndafyrirtækinu CBA í Brussel þar sem hann starfaði undir handleiðslu Jijé og kynntist öðrum myndasöguhöfundum, meðal annars André Franquin, Peyo og Eddy Paape. Þá teiknaði Morris skopmyndir í dagblaðið Het Laatste Nieuws og vikuritið Le Moustique. Þeir Morris, Franquin og Jijé urðu síðan ásamt teiknaranum Will helstu drifkraftarnir á bak við útgáfu teiknimyndablaðsins Svals þar sem fyrsta Lukku Láka sagan birtist í desember 1946. Eftir þetta einbeitti Morris sér nánast eingöngu að því að teikna sögurnar um Lukku Láka. Fyrstu sögurnar samdi hann sjálfur, en síðan tók höfundurinn René Goscinny við og eftir það lét Morris sér alla tíð nægja að teikna sögurnar og láta aðra um handritsgerð.

Morris lést árið 2001 en síðasta Lukku Láka bókin sem hann teiknaði, La Légende de l'Ouest, kom út ári síðar.

  NODES