Mynstur

endurtekning forma eða mynda til skrauts

Mynstur er ákveðið form sem er sýnilegt víða í heiminum og í hönnun. Mynstur er oft byggt upp af ákveðinni mynstureiningu sem er endurtekin aftur og aftur, reglulega eða óreglulega. Mynstur er að finna bæði í tvívíðu og þrívíðu rúmi. Geometrískt mynstur er mynstur sem er búið til úr geometrískum formum og endurtekur sig eins og í veggfóðri.

Flísar sem eru með mynstri og eru notaðar til skreytingar.

Mynstur eru sjáanleg í náttúrunni og í list. Í náttúrunni eru þau oft óregluleg, endurtaka sig ekki eftir ákveðinni röð og innihalda brot. Þetta eru tildæmis öldur, froður, flísar og sprungur. Undirniðri hafa mynstur stærðfræðilega uppbyggingu, stærðfræðin leitar að reglufestu og útkoman úr aðgerðum eru stærðfræðileg mynstur1. Menn fundu smátt og smátt upp kerfi forma, talna og tákna til að lýsa mynstrum. Ítalski stærðfræðingurinn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld sá að ákveðin talnaruna, Fibonacci tölurnar 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34 ... er að finna víða í náttúrunni. Talnarunan byggist á því að summa tveggja samliggjandi talna myndar næstu tölu á eftir í rununni. Hann sýndi t.d. fram á að kanínupar fjölgar sér samkvæmt talnarununni og að á mörgum plöntum er fjöldi krónublaða Fibonacci tala. Liljur hafa t.d. þrjú krónublöð, sóleyjar fimm krónublöð, dalía átta krónublöð, morgunfrúr 13 krónublöð o.s.frv. Sannað hefur verið stærðfræðilega að mynstur sem má finna á feldi dýra t.d. blettatígurs og gíraffa, er að grunni til ákveðin mynstureining sem breytist og ákvarðast mynstrið af stærð dýranna og lögun þeirra.

Snjókorn
Gíraffi
Sóley

Heimildir

breyta
  • Pattern(en)
  NODES