Nagaland
Nagaland er fylki í norðausturhluta Indlands og eitt af systurfylkjunum sjö. Það á landamæri að Assam í vestri, Arunachal Pradesh í norðri, Mjanmar í austri og Manipur í suðri. Höfuðstaður fylkisins er borgin Kohima en stærsta borgin er Dimapur. Íbúar eru um tvær milljónir.
Íbúar Nagalands eru nagar sem tala ýmis tíbesk-búrmísk mál. Opinbert mál fylkisins er enska. Nagaland er eina fylki Indlands þar sem yfir 90% íbúa eru kristnir.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Nagaland.