Nayarit
Nayarit er fylki í vestur-Mexíkó. Það er 27.815 ferkílómetrar og eru íbúar 1,2 milljónir. Höfuðborgin heitir Tepic. Vinsælar sólarstrendur eru þar; Riviera Nayarit og San Blas.
Marías-eyjar og Marietas-eyjar eru undan ströndum fylkisins á verndarskrá UNESCO. Ceboruco og Sangangüey eru eldfjöll í Nayarit.