Neuss er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu. Hún er með 154 þúsund íbúa (2018). Hún er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu.

Neuss
Fáni Neuss
Skjaldarmerki Neuss
SambandslandNorðurrín-Vestfalía
Flatarmál
 • Samtals99,53 km2
Hæð yfir sjávarmáli
40 m
Mannfjöldi
 (2018)
 • Samtals154.000
 • Þéttleiki1.530/km2
Vefsíðawww.neuss.de
 
Quirínusarkirkjan er helsta einkennisbygging Neuss

Neuss liggur við vesturbakka Rínarfljóts, gegnt Düsseldorf og nokkuð fyrir suðvestan Ruhr-héraðið. Næstu borgir (fyrir utan nágrannaborgina Düsseldorf) eru Duisburg til norðurs (25 km), Mönchengladbach til vesturs (20 km) og Leverkusen til suðausturs (25 km).

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Neuss er tvískiptur skjöldur. Til vinstri er gullinn tvíhöfða örn á svörtum grunni. Hann er merki þýska ríkisins. Til hægri er hvítur kross á rauðum grunni (eins og danski fáninn). Hann er sennilega tákn krossferða og var þegar til í borginni 1217. Tvö gullin ljón eru hvort til sinnar handar og efst er gullkóróna. 1550 sameinuðust þessi tvö merki í einn skjöld. Ljónin bættust svo við 1638.

Orðsifjar

breyta
 
Módel af rómverska hervirkinu

Neuss hét Castra Novesia á tímum Rómverja, Niusse á 11. öld, Nuissa á 12. öld og síðan Neuss. Merking er óljós. [1] 1968 var ritháttur borgarinnar breyttur úr Neuß í Neuss.

Saga Neuss

breyta

Neuss er með elstu borgum Þýskalands. Rómverjar reistu hervirki á staðnum 16 f.Kr. og kölluðu Castra Novesia. Hér var þó aldrei um neina borg í þeim skilningi að ræða, heldur voru þar einungis hermenn. Á 1. öld e.Kr. reis mikið steinhlið við inngang virkisins og steinmúrar leystu virki úr trjábolum af hólmi. Rómverjar yfirgáfu svæðið ekki fyrr en í lok 4. aldar. Á 9. öld myndaðist svo þýskt þorp á staðnum sem óx hratt. 1190 fékk Neuss borgarréttindi og tíu árum síðar var hafist handa við að víggirða borgina með gríðarmiklum varnarmúrum.

Umsátrið mikla

breyta
 
Umsátrið um Neuss. Mynd eftir Conradius Pfettisheim.

1474 voru borgarbúar óánægðir með biskupinn, sem gengið hafði með hörku gegn hagsmunum borgarinnar. Biskupinn hét Ruprecht og var hann settur af. En hann reiddist og fékk hertogann Karl af Búrgúnd í lið með sér. Karl sá sér leik á borði til að útvíkka áhrifasvæði sitt og gekk með 20 þúsund manna lið til Neuss. Í borginni sjálfri voru aðeins 1.500 vopnfærir leiguliðar. Lið Karls frá Búrgúnd hóf umsátur um borgina 29. júlí 1474. Fyrstu árásum hans náðu borgarbúar að verjast. En í september hófst stórsókn Karls með því að skjóta á borgina og reyna jafnframt að komst inn um borgarhliðin. Þessari árás náðu borgarbúar einnig að verjast, en naumlega þó. Þar kom til að bæði konur og börn hjálpuðu til eins og kostur var. Fleiri slíkar árásir voru gerðar og náðu borgarbúar ætíð að verjast. Inn á milli gerðu leiguliðarnir árángursíkar gagnárásir á veika hlekki í umsátrinu og náðu þannig að koma vistum inn í borgina. Á hinn bóginn þraut skotpúðrið og voru þá tveir menn sendir til Kölnar. Þeir sneru til baka með 500 manns hlaðna púðri. Með vélabrögðum komust þeir inn í borgina. Um veturinn fóru vistir í borginn að þrjóta. Upphaflega áttu borgarbúar hundruð kúa en um veturinn var búið að slátra þeim öllum, nema þremur. Þá var byrjað að slátra hestum, en hrossakjöts var yfirhöfuð ekki neytt á þessum tímum. Karli tókst smám saman að brjóta varnarmúra borgarinnar um veturinn. En á meðan hafði Friðrik III keisari safnað liði og kom til Kölnar í mars 1475. Það var þó ekki fyrr en í 23. maí sem fyrsti hluti keisarahersins kom til Neuss og fór að berjast við Karl frá Búrgúnd. Þar hafði keisari betur og dró Karl sig til baka. Borgin var björguð. Fyrir vasklega framgöngu sína veitti Friðrik keisari borginni nýtt skjaldarmerki, rétt til að slá eigin mynt og leyfi til að ganga í Hansasambandið.

Nýrri tímar

breyta

1794 hertóku Frakkar borgina og héldu henni til 1814. Á þeim tíma var skipaskurður grafinn sem tengja átti Rín við Maas en ekki tókst að ljúka verkinu. Eftir fall Napoleons varð borgin prússnesk. Neuss óx mikið í iðnbyltingunni á 19. öld, ekki síst í kringum Rínarhöfnina og með tilkomu járnbrautarinnar. 1944 varð borgin fyrir nokkrum loftárásum Breta en eftir stríð var hún síðan á breska hernámssvæðinu. 1984 hélt borgin upp á 2000 ára afmæli sitt með hátíðarhöldum.

Viðburðir

breyta
 
Knapi á Andalúsíuhesti
  • Skothátíðin (Neusser Bürger-Schützenfest) er mesta hátíð borgarinnar. Hér er um leifar af stríðstímum miðalda að ræða, þar sem hermenn æfðu skotfimi. Nútíma æfing var stofnuð 1823 með 100 manns. Í dag eru 6.750 félagar í hópnum og er langt síðan að skotið var af raunverulegum byssum. Vopnin eru einungis leikföng. Skothátíðin er sú stærsta í heimi í dag þar sem einungis einn herflokkur er á ferð. Allir borgarbúar sem vilja geta gengið í flokkinn. Einn er kjörinn foringi flokksins, en hann kallast konungur. Í stað skotfimi er farið í skrúðgöngu í herklæðum, blásið er í lúðra og kveikt er á risakindlum. Hátíðin endar á balli. Um 1,5 milljón manns sækja þessa hátíð heim árlega, sem fer fram síðustu helgina í ágúst.
  • Equitana er heiti á stærstu hestasýningu heims en hún fer fram í borginni á tveggja ára fresti í febrúar eða mars. Stofnað var til sýningarinnar 1972 og fer hún fram í 17 sýningarhöllum á samtals 90 þúsund m². Sýningin stendur í níu daga. Þá eru hestar sýndir í ýmsum gangi en einnig eru hestar keyptir og seldir, sem og ýmsar hestavörur. Rúmlega 200 þúsund manns sækja sýninguna heim. Síðasta sýning fór í mars 2009 og sú næsta er ráðgerð í mars 2011.

Frægustu börn borgarinnar

breyta

Byggingar og kennileiti

breyta
 
Helgiskrín heilags Quirínusar
  • Quirínusarkirkjan er helsta bygging borgarinnar og ein merkasta kirkjan við Rín. Hún var reist 1209-1230 í síðrómönskum stíl. Eftir víglsluna voru líkamsleifar heilags Quirínusar sett í kirkjuna en þær voru sóttar frá Róm. Quirínus hvílir í glæsilegu helgiskríni, alsett helgistyttum og gimsteinum. 1741 skemmdist kirkjan töluvert af eldingu og eldi. Turnþakið brann niður og var ekki endurbyggt, heldur var sett slétt þak á turninn. Kirkjan skemmdist aftur nokkuð í loftárásum 1944. Undir kirkjugólfinu fannst gömul rómversk jarðarfararkapella og sér í hana í dag í gegnum gler á gólfinu.
  • Obertor er síðasta gamla borgarhliðið (af sex) sem tilheyrði borgarmúrunum frá miðöldum. Hliðið var reist snemma á 13. öld og sneri til suðurs. Út frá því lá þjóðgatan til Kölnar. Í dag er lítið sögusafn í hliðinu.

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 196.

Heimildir

breyta
  NODES
Done 1
see 1