Northampton er borg eða bær í Northamptonshire í austur-Miðhéruðum Englands. Hún er við ána Nene og er 48 km suð-suðaustur af Leicester, 97 km norðvestur af London og 80 km suðaustur af Birmingham. Íbúar eru um 223.000 (2019). Northampton á sér langa sögu allt til bronsaldar. Markaðstorg bæjarins er eitt það stærsta í Bretlandi og er uppruni þess frá árinu 1235. Íþróttalið bæjarins er Northampton Town.

Northampton.
  NODES