Olympique de Marseille

Olympique de Marseille er franskt knattspyrnulið með aðsetur í Marseille. Liðið var stofnað árið 1899 og leikur í efstu deild í Frakklandi, Ligue 1. Liðið endaði síðasta tímabil í 5. sæti. Marseille hefur 10 sinnum orðið franskur meistari og einu sinni sigrað Meistaradeild Evrópu, árið 1993. Meðal þekktra leikmanna sem hafa leikið fyrir félagið má nefna Samir Nasri, Franck Ribery, Didier Drogba, Chris Waddle og Marcel Desailly . Bestu ár Olimpique de Marseille voru 1988-1993, á þeim árum unnu þeir deildina fjórum sinnum, auk þess að sigra Meistaradeild Evrópu og Coupe de France einu sinni.

Olympique de Marseille
Fullt nafn Olympique de Marseille
Gælunafn/nöfn Les Phocéens
Les Olympiens
Stytt nafn OM, Marseille
Stofnað 1899
Leikvöllur Stade Vélodrome
Stærð 67.394
Stjórnarformaður Fáni Bandaríkjana Frank McCourt
Knattspyrnustjóri Gennaro Gattuso
Deild Ligue 1 Franska úrvalsdeildin
2022-23 3. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Stuðningsmenn

breyta
 
Stuðningsmenn Marseille eru þekktir fyrir mikil læti, þessi mynd er tekin árið 2007

Stuðningsmenn Marseille eru þekktir fyrir mikil læti. Sérstaklega í leikjum gegn erkifjendunum í Paris Saint-Germain.

Þekktir leikmenn

breyta

Titlar

breyta
  • UEFA Intertoto Bikar (1): 2005
  NODES
languages 1
os 4