Ottawa

Höfuðborg Kanada

Ottawa er sjötta stærsta borg og höfuðborg Kanada og er í Ontario-ríki. Í Ottawa situr löggjafarþing landsins og þar búa líka yfirlandstjóri Kanada, sem er fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar, formlegs þjóðarleiðtoga Kanada, og forsætisráðherrann. Í Ottawa búa um 960.000 manns og rúmlega 1200.000 á stórborgarsvæðinu (2015). Ottawa stendur við Ottawa-fljót og á landamæri að borginni Gatineau, Quebec. Listasafnið National Gallery of Canada og háskólarnir The University of Ottawa og Carleton University eru þar. Aðalskrifstofa Kanadíska ríkissjónvarpsins, CBC, er í Ottawa.

Ottawa
Þinghúsið í Ottawa
Þinghúsið í Ottawa
Fáni Ottawa
Skjaldarmerki Ottawa
Ottawa er staðsett í Kanada
Ottawa
Ottawa
Staðsetning í Kanada
Hnit: 45°25′29″N 75°41′42″V / 45.42472°N 75.69500°V / 45.42472; -75.69500
Land Kanada
FylkiOntario
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriMark Sutcliffe
Flatarmál
 • Samtals2.790,31 km2
Hæð yfir sjávarmáli
70 m
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals1.017.449
 • Þéttleiki365/km2
TímabeltiUTC−05:00
 • SumartímiUTC−04:00
Póstnúmer
K0A-K4C
Svæðisnúmer613, 343, 753
Vefsíðaottawa.ca Breyta á Wikidata
Ottawa úr lofti.

Söguágrip

breyta

Frakkinn Étienne Brûlé var fyrsti Evrópubúinn til að fara um svæðið árið 1610. Árið 1826 var þéttbýlisstaður búinn að myndast og var kallaður Bytown en það breyttist árið 1855 í Ottawa sem kemur úr algonkinsku tungumáli. Borgin var valin sem höfuðstaður Kanada árið 1857 vegna legu hennar miðsvæðis milli stærri borga og svo var klettabelti þar sem talið var geta verið mikilvægt í varnartilgangi. Þinghúsið og tengdar byggingar voru byggðar stuttu síðar á hæð og var það stærsta byggingarframkvæmd síns tíma í álfunni. Árið 1885 var götulýsing með rafmagni í borginni sú fyrsta í borg í landinu. Fimmtungur borgarinnar brann árið 1900. Borgin stækkaði mjög milli 1960 og 1980 og undir aldamót var hún helsta borg hátækniðnaðar Kanada.

 
Ottawa: Víðmynd.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Ottawa“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. jan. 2017.

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES