Otto Rehhagel (9. ágúst 1938 í Essen) er einn árangursríkasti knattspyrnuþjálfari Þýskalands. Hann er margfaldur þýskur meistari og bikarmeistari sem þjálfari, Evrópumeistari bikarhafa og Evrópumeistari landsliða með gríska landsliðinu.

Otto Rehhagel er lengst til hægri

Leikmaður

breyta

Rehhagel hóf knattspyrnuiðkun hjá áhugamannaliði í heimaborg sinni Essen. Einnig spilaði hann með Rot-Weiss Essen í neðri deildum. Þegar Bundesligan var stofnuð 1966, lék hann með Hertha BSC og 1. FC Kaierslautern til 1972. Rehhagel lék oftast sem varnarmaður og miðherji og skoraði á ferli sínum 23 mörk í Bundesligunni. Eftir að hann lagði skóna á hilluna sneri hann sér að knattspyrnuþjálfun.

Þjálfari

breyta

Strax og ferli hans hjá Kaiserslautern lauk 1972 hóf Otto Rehhagel að þjálfa knattspyrnulið í neðri deildum. Fyrsta lið hans var 1. FC Saarbrücken í eitt keppnistímabil og Kickers Offenbach í eitt keppnistímabil. Þá varð Rehhagel í fyrsta sinn þjálfari í Bundesligunni, er hann tók við Werder Bremen í nokkra mánuði og síðan Borussia Dortmund. Með seinna liðinu þurfti hann að þola mesta tap liðs í efstu deild í Þýskalandi, er liðið hans (Dortmund) tapaði fyrir Borussia Mönchengladbach 0-12. Í kjölfarið þjálfaði Rehhagel Arminia Bielefeld og Fortuna Düsseldorf, en 1981 tók hann í annað sinn við Werder Bremen. Að þessu sinni tókst honum vel upp með liðið og gerði það að meisturum í tvö skipti á þeim 14 árum sem hann var þjálfari þess (1988 og 1993). Einnig varð hann þrisvar bikarmeistari með liðinu og 1992 gerði hann liðið að Evrópumeisturum bikarhafa (sigraði þá gegn AS Monaco). 1996 skipti Rehhagel yfir til Bayern München og var þar í tvö ár. Síðustu tvö árin sín í Bundesligunni þjálfaði hann Kaiserslautern. Hann tók við liðinu þegar það féll í 2. deild. Á fyrra árinu náði hann að komast í 1. deild á ný og á seinna árinu varð hann meistari með liðinu. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem nýliði í 1. deild varð þýskur meistari. Otto Rehhagel er þaulsetnasti þjálfari Bundesligunnar með 820 leiki. Hann er eini maðurinn sem hefur tekið þátt í meira en 1.000 deildarleikjum í Þýskalandi, sem leikmaður og þjálfari. 2001 tók Rehhagel við gríska landsliðinu. Í Evrópumótinu 2004 í Portúgal gerði hann Grikki að Evrópumeisturum og varð hann fyrir vikið þjóðhetja í Grikklandi og heiðursborgari í Aþenu. Rehhagel þjálfar sem stendur enn gríska landsliðið og hefur hafnað ýmsum góðum boðum, m.a. að þjálfa þýska landsliðið. Næsta verkefnið er lokakeppni HM í Suður-Afríku 2010.

Titlar sem þjálfari

breyta
Titill Félag Ár Ath.
Þýskur meistari Werder Bremen 1988 og 1993
Þýskur meistari Kaiserslautern 1993 Nýliði í 1. deild
Bikarmeistari Werder Bremen 1980, 1991 og 1994
Evrópumeistari bikarhafa Werder Bremen 1992 Gegn AS Monaco
Evrópumeistari landsliða Gríska landsliðið 2004 EM í Portúgal

Auk þess komst Werder Bremen undir stjórn Ottos Rehhagel fjórum sinnum í 2. sæti Bundesligunnar og tvisvar í úrslit bikarkeppninnar (fyrir utan sigrana).

Annað markvert

breyta
  • 2004 fékk Otto Rehhagel þann heiður að hlaupa með ólympíska eldinn í Grikklandi í 2 ½ km.
  • 2004 var Rehhagel kosin besti þjálfari heims.
  • 2004 var hann kjörin maður ársins í Grikklandi, fyrstur útlendinga yfirleitt.

Heimildir

breyta
  NODES