Overijssel er fylki í Hollandi, það fjórða stærsta þar í landi og er 3.420,86 km2 að stærð. Höfuðborgin heitir Zwolle.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Zwolle
Flatarmál: 3.420,86 km²
Mannfjöldi: 1.139.698
Þéttleiki byggðar: 343/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Lega og lýsing

breyta

Overijssel liggur austarlega í Hollandi og nemur við þýsku landamærin (Neðra-Saxland og Norðurrín-Vestfalía. Önnur héruð sem að Overijssel liggja eru Drenthe og Frísland að norðan, Flevoland að vestan og Gelderland að sunnan. Íbúar eru 1,1 milljón talsins og er Overijssel því sjöunda fjölmennasta fylki Hollands ásamt Limburg. Fylkið er láglent en er þó eitt fárra fylkja Hollands sem ekki fer niður fyrir sjávarmál. Lægsti punktur fylkisins er í 2 metra yfir sjávarmáli.

Fáni og skjaldarmerki

breyta

Fáni Overijssel samanstendur af fimm láréttum röndum. Rauðri, gulri, blátti, gulri og rauðri. Guli liturinn er þó breiðastur. Litirnir tengja fylkið við fylkið Holland, en rauður og gulur eru litir þess. Bláa röndin vísar til árinnar Ijssel, sem er nafngefandi fyrir þetta fylki. Fáninn var formlega tekinn í notkun 21. júlí 1948. Skjaldarmerkið er líkt en í því vantar rauða litinn á bakgrunninum. Þó er ljónið fremst rautt og vísar til Karls V keisara þýska ríkisins, sem hlaut fylkið að gjöf á 16. öld. Merkið er því upprunnið á þeim tíma en endanlega útgáfan er frá 1950. Ljónberarnir og kórónan eru síðari tíma viðbætur. Kórónan vísar til konungsríkisins Hollands.

Orðsifjar

breyta

Í upphafi hét fylkið Oversticht (eða bara Sticht). En þegar biskupinn í Utrecht gaf Karli V keisara fylkið, veitti keisari sjálfum sér nafnbótina Herr von Overijssel. Þetta var nafngefandi fyrir fylkið. Merkingin er svæðið hinummegin við ána IJssel (séð frá Utrecht).

Söguágrip

breyta

Á miðöldum var fylkið, saman með Drenthe, undir yfirráðum biskupanna í Utrecht. 1528 gaf biskupinn, sem þá var Hinrik frá Bæjaralandi, Karli V keisara þýska ríkisins fylkið en Karl var Habsborgari. Aðrir hlutar Niðurlanda voru undir yfirráðum spænsku Habsborgar-ættarinnar. Þegar sjálfstæðisstríð Niðurlanda hófst á 16. öld, gekk fylkið til liðs við uppreisnarmenn og skrifuðu undir Utrecht-yfirlýsinguna gegn Spánverjum. Við sjálfstæði Niðurlanda varð Overijssel að hollensku fylki. Sjá eftir það sögu Hollands.

Borgir

breyta

Stærstu borgir Overijssel:

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Enschede 158 þúsund
2 Zwolle 123 þúsund Höfuðborg fylkisins
3 Deventer 98 þúsund
4 Hengelo 81 þúsund
5 Almelo 72 þúsund
6 Hardenberg 59 þúsund
7 Kampen 50 þúsund

Heimildir

breyta


  NODES