Publius Ovidius Naso (með broddstöfum: Públíus Óvidíus Nasó, stundum kallaður Óvíð eða Óvíd á íslensku) (20. mars 43 f.Kr.17 e.Kr.) var rómverskt skáld. Ovidius er almennt talinn meðal merkustu skálda á latínu, ásamt Virgli og Horatiusi. Kvæði hans, sem voru víða höfð sem fyrirmynd um latneskan kveðskap í síðfornöld, á miðöldum og á endurreisnartímanum, hafa haft mikil áhrif bókmenntir og listir í Evrópu.

Publius Ovidius Naso eftir A. v. Werner

Kvæði Ovidiusar eru öll ort undir elegískum hætti með tveimur undantekningum: (a) Harmleikur hans Medea var undir jambískum þríliðahætti og öfugum þríðliðahætti; verkið hefur glatast en stutt brot eru varðveitt. (b) Myndbreytingarnar, sem almennt er talið mikilfenglegast verka hans, er ort undir sexliðahætti, þeim brag sem söguljóð voru ort undir, t.d. Eneasarkviða Virgils og kviður Hómers. Söguljóð Ovidiusar er ólíkt þeim sem áður þekktust, greinargerð fyrir sögu heimsins frá tilurð hans til samtíma skáldsins í réttri tímaröð. Í kvæðinu koma fyrir margar goðsögur um myndbreytingar úr grísk-rómverskri goðsagnahefð.

Ágústus keisari gerði Ovidius útlægan frá Róm árið 8 e.Kr. Ástæðurnar eru ókunnar en Ovidius vísar einungis til þeirra með orðunum carmen et error þ.e. kvæði og mistök. Ekki er vitað hvaða kvæði hann átti við eða í hverju mistökin áttu að hafa falist en fræðimenn telja að kvæðið kunni að vera Ars Amatoria eða Listin að elska en þar kennir skáldið hvernig menn – og konur – skuli bera sig að í ástum. Kennslan þykir fremur frjálslynd og var ekki í takt við siðbótina sem Ágústus vildi innleiða í Róm.

Ritverk

breyta
 
Metamorphoses, 1643

Varðveitt verk

breyta
  • (10 f.Kr.) Amores (Ástirnar). Upphaflega 5 bækur en 3 í endurskoðaðri útg. frá því um 1 e.Kr.
  • (5 f.Kr.) Heroides (Kvenhetjurnar) stundum nefnd Epistulae Heroidum (Bréf kvenhetjanna). Kvæði í formi bréfa, 21 talsins.
  • (5 f.Kr.) Remedium Amoris (Lækning ástarinnar). 1 bók.
  • (5 f.Kr.) Medicamina Faciei Femineae (Snyrtifræði kvenna eða Fegurðarlistin). Um 100 línur eru varðveittar.
  • (2 f.Kr.) Ars Amatoria stundum nefnt Ars Amandi (Listin að elska). 3 bækur (3. bók samin þónokkru seinna)
  • (8 e.Kr.) Metamorphoses (Myndbreytingarnar). 15 bækur.
  • (9 e.Kr.) Ibis.
  • (10 e.Kr.) Tristia (Sorgir). 5 bækur.
  • (10 e.Kr.) Epistulae ex Ponto (Bréf frá Svartahafinu). 4 bækur.
  • (12 e.Kr.) Fasti (Hátíðirnar). 6 bækur eru varðveittar, fjalla um fyrstu sex mánuði ársins og eru einstök heimild um rómverska almanakið.

Glötuð verk og verk ranglega eignuð Ovidiusi

breyta
  • Medea. Glataður harmleikur um Medeu
  • Kvæði á getísku, tungumálinu í Daciu þar sem Ovidius var í útlegð, ekki varðveitt (og hugsanlega ranglega eignað Ovidiusi)
  • Nux (Valhnetutréið)
  • Consolatio ad Liviam (Huggun handa Liviu)
  • Haleutica (Um fiskveiðar). Almennt talið ranglega eignað Ovidiusi; sumir telja að Ovidius hafi samið kvæði með sama nafni sem ekki hefur varðveist.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Ovid“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. nóvember 2005.
  NODES
Done 1
see 1