PIN-númer eða pinni er númer sem er notað til að staðfesta deili notandans við notkun einhvers kerfis eða þjónustu. PIN-númer eru helst notuð með debet- og kreditkortum til að staðfesta greiðslur. Þau eru líka notuð í farsímum, heimabönkum og öðrum kerfum sem krefjast öruggs aðgangs. Skammstöfunin „PIN“ er úr ensku og stendur fyrir Personal Identification Number („persónulegt auðkennisnúmer“).

Sex stafa PIN-númer á bréfi frá banka

Yfirleitt er PIN-númer fjögurra stafa langt en sjaldnar sex stafa langt. Við greiðslu slær korthafinn PIN-númer inn í posann, sem ber það saman við númerið sem er geymt á segulrönd kortsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES