Park Chan-wook

suður-kóreskur kvikmyndagerðarmaður

Park Chan-wook (f. 23. ágúst 1963) er suðurkóreskur kvikmyndaleikstjóri og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi, framleiðandi og handritshöfundur. Hann er einkum þekktur fyrir spennumyndir sem einkennast af ofbeldi og svörtum húmor. Þekktustu kvikmyndir hans eru JSA (공동경비구역) frá 2000, Þorsti (박쥐 Bakjwi) frá 2009, og þríleikur um hefnd; Hefndin er sæt (복수는 나의 것 Boksuneun Naui Geot) frá 2002, Oldboy (올드보이 Oldeuboi) frá 2003 og Chinjeolhan geumjassi (친절한 금자씨) frá 2005.

Park Chan-wook árið 2009.

Park er einn af virtustu og vinsælustu kvikmyndaleikstjórum Suður-Kóreu.

Tenglar

breyta
  NODES
INTERN 1