Paul Krugman

bandarískur hagfræðingur

Paul Robin Krugman (f. 28. febrúar 1953) er bandarískur hagfræðingur og prófessor í hagfræði við Princeton-háskóla, hann er einnig dálkahöfundur hjá The New York Times.[2] Árið 2008 hlaut Krugman Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir framlag sitt til alþjóðaviðskiptafræði og haglandafræði.[3] Krugman hlaut verðlaunin fyrir greiningu á viðskiptamynstrum og fyrir að staðsetja virkni í efnahagslífi, hann hafi sett fram nýja tilgátu um það hvað drífi áfram borgarmyndun nútímans.[4]

Paul Krugman
Paul Krugman
Krugman á blaðamannafundi í Konunglegu sænsku vísindaakademíunni í Stokkhólmi árið 2008
Fæddur Paul Robin Krugman
28. febrúar 1953 (1953-02-28) (71 árs)

[1]
Albany, New York[1]

Þjóðerni Bandaríkin
Hagfræðistefna Nýkeynesísk hagfræði
Starf/staða Prófessor
Stofnun Princeton University,
London School of Economics
Titill Prófessor, Doktor
Fræðasvið Alþjóðahagfræði,
Þjóðhagfræði
Menntun MIT,
Yale University[1]
Áhrifavaldar Avinash Dixit, Rudi Dornbusch, John Hicks, John Maynard Keynes, Paul Samuelson, Joseph Stiglitz
Framlög International Trade Theory
New Trade Theory
New Economic Geography
Verðlaun John Bates Clark verðlaunin (1991)[1]
Príncipe de Asturias verðlaunin (2004)
Nóbelsverðlaunin í hagfræði (2008)[1]

Krugman er þekktur meðal annars vegna rannsókna sinna á alþjóðahagfræði, þar á meðal á viðskiptakenningum, haglandafræði og alþjóðafjármálum.[5] lausafjárgildrum og gjaldeyriskreppum.

Frá og með 2008 hefur Krugman skrifað 20 bækur og gefið út yfir 200 fræðilegar greinar í fagtímaritum og ritstýrðum bókum.[6] Hann hefur einnig skrifað yfir 750 dálka um hagfræðileg og stjórnmálaleg efni fyrir tímaritin The New York Times, Fortune og Slate.

Krugman hefur skrifað um breitt svið hagfræðilegra málefna sem ritskýrandi, hann hefur meðal annars skrifað um tekjudreifingu, skattlagningu, þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði. Hann telur sjálfan sig vera frjálslyndan og gengur svo langt að kalla kalla eina bókina sína og bloggsíðuna sína hjá The New York Times Samviska hins frjálslynda (e. The Conscience of a Liberal).[7] Þessar greinargerðir sem Krugman skrifar hafa orðið mjög vinsælar og hefur dregið að honum athygli, bæði jákvæða og neikvæða.[8]

Krugman er sonur Anitu og David Krugman (1924-2013). Afi hans og amma í föðurætt fluttu frá Brest, Hvíta-Rússlandi, sem var þá Pólland, til Bandaríkjanna árið 1922.[9] Hann var fæddur í Albany, New York en ólst upp í Nassau sýslu í New York.[10] Hann útskrifaðist frá John F. Kennedy High School í Bellmore, New York.[11]

Samkvæmt Krugman þá fékk hann fyrst áhuga á hagfræði í gegnum bækur úr Foundation bókaröð Isaac Asimov. Í þeirri bókaröð nota félagsvísindamenn framtíðarinnar svokallaða "sálarsögu" (e. psychohistory) til að reyna að bjarga mannkyninu. Þar sem "sálarsaga" er ekki til í þeim skilningi sem Asimov skrifaði um ákvað Krugman að snúa sér að hagfræði, þeirri fræðigrein sem hann áleit vera næstbesta valkostinn.[12][13]

Krugman hefur verið giftur tvisvar. Fyrri eiginkona hans var Robin L. Bergman, hún er verðlaunaður hönnuður/listamaður. Núverandi eiginkona hans er Robin Wells, hún er hagfræðingur og hefur unnið með Krugman að kennslubókum í hagfræði.[14][15][16] Krugman hefur minnst á að vera fjarlægur ættingi íhaldssama blaðamannsins David Frum.[17] Krugman hefur lýst sjálfum sér sem feimnum einfara.[18] Hann býr ásamt eiginkonu sinni í Princeton, New Jersey.

Þann 28. febrúar 2014 tilkynnti Krugman að hann myndi láta af störfum við Princeton-háskóla í júní 2015 og að hann myndi í kjölfarið taka upp störf sem prófessor við the Graduate Center of the City University of New York og sem fræðimaður við the Graduate Center's Luxembourg Income Study Center.[19][20]

Akademískur ferill

breyta

Árið 1974 útskrifaðist Krugman summa cum laude með BA-gráðu í hagfræði frá Yale-háskóla. Hann útskrifaðist árið 1977 með doktorsgráðu (Ph.D.) í hagfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Doktorsritgerðin hans hét Ritgerðir um sveigjanlegt gengi (e. Essays on flexible exchange rates). Meðan hann nam við MIT var hluti af litlum hópi nemenda sem voru sendir til að vinna fyrir seðlabanka Portúgals í þrjá mánuði um sumarið 1976 eftir Nellikubyltinguna.[21]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Paul Krugman“. Encyclopædia Britannica. Sótt 2. maí 2014.
  2. „About Paul Krugman“. krugmanonline. Sótt 2. maí 2014.
  3. Jóhanna María Vilhelmsdóttir. „Hagfræðingur og samfélagsrýnir“. Morgunblaðið. Sótt 2. maí 2014.
  4. „Krugman hlýtur Nóbelsverðlaun í hagfræði“. Vísir. Sótt 2. maí 2014.
  5. „Paul Krugman, Nobel“. Forbes. Sótt 2. maí 2014.
  6. Rampell, Catherine. „Paul Krugman Short Biography“. Sótt 2. maí 2014.
  7. „The Conscience of a Liberal“. Sótt 2. maí 2014.
  8. „The one-handed economist“. The Economist. Sótt 2. maí 2014.
  9. Dunham, Chris. „In Search of a Man Selling Krug“. Genealogywise.com. Sótt 2. maí 2014.
  10. Krugman, Paul. „Lawn Guyland Is America's Future“. The New York Times. Sótt 2. maí 2014.
  11. „Paul Krugman, LI native, wins Nobel in economics“. Newsday. Sótt 2. maí 2014.
  12. „Jim Lehrer News Hour“. PBS. Sótt 2. maí 2014.
  13. „Up Front: Paul Krugman“. The New York Times. Sótt 2. maí 2014.
  14. MacFarquhar, Larissa. „THE DEFLATIONIST: How Paul Krugman found politics“. Sótt 2. maí 2014.
  15. Krugman, Paul. „Your questions answered“. Sótt 2. maí 2014.
  16. Paul Krugman. „About my son“. Sótt 2. maí 2014.
  17. Krugman, Paul. „David Frum, AEI, Heritage And Health Care“. Sótt 2. maí 2014.
  18. Clark, Andrew. „Paul Krugman: liberal loner who thinks Obama is spineless and Gordon Brown saved the world“. Sótt 2. maí 2014.
  19. Krugman, Paul. „Changes (Personal/Professional)“. Sótt 2. maí 2014.
  20. „Noted Economist Paul Krugman to Join Graduate Center Faculty in 2015“. Sótt 2. maí 2014.
  21. Krugman, Paul. „Incidents From My Career“. Sótt 3. maí 2014.
  NODES
Done 1
News 2
Story 1