Peningaþvætti
Peningaþvætti á við það að hylja uppruna illa fenginna peninga svo að þeir virðast stafa af löglegri starfsemi. Tilgangur peningaþvættis er að hindra það að finna út af því hvort einhver á peninga af ólöglegum uppruna svo að hann geti notað þá. Talað er um að þvo eða þvætta peninga.[1][2]
Ýmsar tæknir eru notaðar til að þvo peninga, til dæmis er stórri upphæð skipt upp í smærri upphæðir sem eru svo lagðar inn á nokkra bankareikninga. Þvegnir peningar eru oft afrakstur glæpa eins og þjófnaðar, fíkniefnasölu eða vændis. Oft eru slíkir peningar lagðir inn á t.d. erlenda bankareikninga í skattaskjólum eða löndum þar sem peningaþvættislög eru ekki svo ströng.[1]
Samkvæmt lögum nr. 80 frá 1993 er peningaþvætti ólöglegt á Íslandi.[1]
Árið 2019 gerði Fjármálaeftirlitið athugasemdir við peningaþvættisvarnir íslensku viðskiptabankanna.[3]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Vísindavefurinn: Hvað merkir peningaþvætti?“. Sótt 19. nóvember 2012.
- ↑ „Peningaþvætti – Málaflokkar – Samtök fjármálafyrirtækja“. Sótt 19. nóvember 2012.
- ↑ Gátu ekki sýnt fram á raunverulega eigendurRúv, skoðað 22. desember 2019.