Peugeot (borið fram [pøˈʒo]) er franskur bílaframleiðandi í eigu fyrirtækisins PSA Peugeot Citroën, sem er annar stærsti bílaframleiðandi í Evrópu. Undanfari fyrirtækisins var stofnaður árið 1810. Sótt var um að nota mynd af ljóni sem vörumerki árið 1858. Vegna fjölskyldudeilu stofnaði Armand Peugeot fyrirtækið Société des Automobiles Peugeot árið 1896. Í fyrstu framleiddi Peugeot kaffikvarnir og reiðhjól en árið 1891 framleiddi fyrirtækið fyrsta bílinn sinn.

Peugeot 6HP Vis-à-vis 1898.
Peugeot 206

Fyrirtækið og fjölskyldan sem stofnaði það eru frá Sochaux í Frakklandi. Enn er stór bílaverksmiðja í eigu fyrirtækisins þar, auk minjasafnsins Musée de l'Aventure Peugeot. Peugeot er stuðningsaðili knattspyrnuliðsins í Sochaux, sem var stofnað árið 1928 af fjölskyldunni Peugeot.

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 1