Marcus Julius Philippus (um 204 – september 249), þekktur sem Philippus arabi eða Filipus arabi, var keisari Rómaveldis frá 244 til 249.

Philippus arabi
Rómverskur keisari
Valdatími 244 – 249

Fæddur:

um 204
Fæðingarstaður Shahba, Arabiu

Dáinn:

September 249
Dánarstaður Veróna
Forveri Gordianus 3.
Eftirmaður Decius
Maki/makar Marcia Otacilia Severa
Börn Philippus 2.,
Julia Severa
Faðir Julius Marinus
Fæðingarnafn Marcus Julius Philippus
Keisaranafn Caesar Marcus Julius Philippus Augustus
Tímabil Herkeisararnir

Philippus varð yfirmaður í lífvarðasveit Gordianusar 3., keisara, árið 243, en bróðir Philippusar, Priscus, var þá þegar orðinn yfirmaður í lífvarðasveitinni. Gordianus var drepinn árið 244, eftir ósigur í bardaga gegn Pörþum, og er hugsanlegt að bræðurnir hafi átt þátt í morðinu. Philippus var í kjölfarið hylltur sem keisari. Hann samdi fljótlega um frið við Parþa og hélt til Rómar. Priscus, bróðir hans, hafði átt markverðari feril en Philippus en ekki er vitað hvers vegna gengið var framhjá honum varðandi keisaratignina. Philippus skipaði Priscus þó fljótlega sem rector Orientis og varð hann þá æðsti yfirmaður í austurhluta heimsveldisins.

Philippus þurfti að verjast miklum árásum germana við Dóná, í nokkur ár, þar til hann lýsti loks yfir sigri árið 248, þó að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í stríðinu. Sama ár hélt Philippus upp á 1000 ára afmæli Rómarborgar með miklum hátíðarhöldum. Samkvæmt goðsögn hafði Rómúlus stofnað borgina 1000 árum áður, eða þann 21.Apríl 753 f.k.. Því hefur verið haldið fram að Philippus hafi verið fyrsti kristni Rómarkeisarinn í "Historia Augusta", en heimildir fyrir því eru þó mjög takmarkaðar og óáreiðanlegar. Herdeildirnar við Dóná voru ekki ánægðar með það hvernig stríðinu gegn germönum hafði lokið og því var stuðningur þeirra við keisarann ótryggur. Philippus sendi Decius, hershöfðingja á svæðið til þess að lægja öldurnar en það skilaði ekki tilætluðum árangri, því árið 249 var Decius hylltur sem keisari af hermönnum á svæðinu. Philippus og Decius mættust í bardaga sama ár og hafði Decius betur. Philippus var annaðhvort felldur í bardaganum eða drepinn af eigin hermönnum.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Gordianus 3.
Rómarkeisari
(244 – 249)
Eftirmaður:
Decius


  NODES