Phyllostachys er ættkvísl asískra bambustegunda af grasaætt.[1][2][3] Flestar tegundanna eru frá Mið-Kína, en nokkrar eru frá norðurhluta Indókína og í Himalajafjöllum. Sumar tegundanna hafa slæðst úr ræktun hér og þar í Evrópu, öðrum hlutum Asíu, Ástralíu og Ameríku.[4]

Phyllostachys
Phyllostachys nigra
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Bambusoideae
Yfirættflokkur: Bambusodae
Ættflokkur: Bambuseae
Undirættflokkur: Shibataeinae
Ættkvísl: Phyllostachys
Siebold & Zucc.
Samheiti

Sinoarundinaria Ohwi

Eftir endilöngum stöngli plantnanna liggur áberandi dæld eða rás. Vegna þessa er þetta ein auðgreinanlegasta ættkvísl bambusa. Flestar tegundanna dreifa sér mikið með rótarskotum.[4] Nokkrar tegundir Phyllostachys ná 30 m hæð við bestu skilyrði. Sumar stærri tegundanna, stundum nefndar "timburbambus", eru notaðar í húsgögn og í byggingavinnu.[4]

Flestar tegundanna eru ætar (bambussprotar), en margar eru rammar og þurfa jafnvel endurtekna suðu með nýju vatni til að fjarlægja bragðið. Meðal sætra (ekki rammar, eða lítið rammar hráar) tegunda eru: P. angusta, P. atrovaginata, P. aurea, P. aureosulcata, P. bissetii, P. dulcis, P. edulis, P. iridescens, P. nuda, P. propinqua og P. vivax.[5]

Sumar minni tegundanna eru ræktaðar sem bonsai. Flestar þola þær frost, einstaka jafnvel niður að -20°C án þess að verða fyrir skemmdum.[6] Nokkrar tegundir eru ræktaðar í Skandinavíu en þær þrífast best í Suður-Svíþjóð og Danmörku.[7]

Orðsifjar

breyta

Nafnið Phyllostachys þýðir "blaðgaddur" og er þar vísað í puntinn.[8]

Tegundir

breyta
  1. Phyllostachys acuta
  2. Phyllostachys angusta
  3. Phyllostachys arcana
  4. Phyllostachys atrovaginata
  5. Phyllostachys aurea Gullbambus
  6. Phyllostachys aureosulcata Gulgróparbambus
  7. Phyllostachys bambusoides Ætibambus
  8. Phyllostachys bissetii
  9. Phyllostachys carnea
  10. Phyllostachys circumpilis
  11. Phyllostachys dulcis
  12. Phyllostachys edulis
  13. Phyllostachys elegans
  14. Phyllostachys fimbriligula
  15. Phyllostachys flexuosa
  16. Phyllostachys glabrata
  17. Phyllostachys glauca
  18. Phyllostachys guizhouensis
  19. Phyllostachys heteroclada Vatnabambus
  20. Phyllostachys incarnata
  21. Phyllostachys iridescens
  22. Phyllostachys kwangsiensis
  23. Phyllostachys lofushanensis
  24. Phyllostachys mannii
  25. Phyllostachys meyeri
  26. Phyllostachys nidularia
  27. Phyllostachys nigella
  28. Phyllostachys nigra Svartbambus
  29. Phyllostachys nuda
  30. Phyllostachys parvifolia
  31. Phyllostachys platyglossa
  32. Phyllostachys prominens
  33. Phyllostachys propinqua
  34. Phyllostachys rivalis
  35. Phyllostachys robustiramea
  36. Phyllostachys rubicunda
  37. Phyllostachys rubromarginata
  38. Phyllostachys rutila
  39. Phyllostachys shuchengensis
  40. Phyllostachys stimulosa
  41. Phyllostachys sulphurea
  42. Phyllostachys tianmuensis
  43. Phyllostachys varioauriculata
  44. Phyllostachys veitchiana
  45. Phyllostachys verrucosa
  46. Phyllostachys violascens
  47. Phyllostachys virella
  48. Phyllostachys viridiglaucescens
  49. Phyllostachys vivax

Áður meðtaldar

breyta

tegundir sem nú eru taldar tilheyra öðrum ættkvíslum: Bambusa, Chimonobambusa, Pseudosasa, Semiarundinaria og Shibataea

Vistfræði

breyta

Sveppir og aðrir sjúkdómar sem eru sérhæfðir að Phyllostachys hafa phyllostachydis eða phyllostachydicola í tegundarheiti sínu.

Tilvísanir

breyta
  1. Siebold, Philipp Franz Balthasar von, & Zuccarini, Joseph Gerhard. 1843. Abhandlungen der Mathematisch-Physikalischen Classe der Königlich Bayerischen Akademie der Wissenschaften 3(3): 745-749 lýsingar á latínu, athugasemdir á þýsku
  2. Siebold, Philipp Franz Balthasar von, & Zuccarini, Joseph Gerhard. 1843. Abhandlungen der Mathematisch-Physikalischen Classe der Königlich Bayerischen Akademie der Wissenschaften 3(3): plate V (5), figure III (3) at lower right teikning af Phyllostachys bambusoides
  3. Tropicos, Phyllostachys Siebold & Zucc.
  4. 4,0 4,1 4,2 Flora of China Vol. 22 Page 163 刚竹属 gang zhu shu Phyllostachys Siebold & Zuccarini, Abh. Math.-Phys. Cl. Königl. Bayer. Akad. Wiss. 3: 745. 1843.
  5. Ted Jordan Meredith (2009). Pocket Guide To Bamboos. Timber Press. bls. 107-147. ISBN 978--0-88192-936-2.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2016. Sótt 15. desember 2015.
  7. „Bambu för Skandinavien“. snowpalm.dyndns.org. Sótt 10. apríl 2019.
  8. Coombes, Allen J. (2012). The A to Z of plant names. USA: Timber Press. bls. 312. ISBN 978-1-60469-196-2.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES