Rúsínur eru þurrkuð vínber. Rúsínur eru framleiddar víða um heiminn en þær má borða hráar eða nota í matreiðslu. Orðið „rúsína“ á rætur að rekja til franska orðsins raisin sem þýðir „vínber“, en á frönsku er rúsína kölluð raisin sec sem þýðir „þurrkað vínber“. Franska orðið á rætur að rekja til latneska orðsins racemus sem þýðir „vínberjaklasi“.

Ávaxtasykurinn í vínberjum kristallast við þurrkun

Oftast eru rúsínur sólþurrkaðar en stundum eru þær settar í vatn og svo er vatninu náð úr þeim. Rúsínur eru í flestum tilfellum framleiddar úr steinlausum vínberjum þannig að engir steinar verði í rúsínunum. Rúsínur innihalda 60–70% ávaxtasykur ásamt steinefnum og trefjum. Viðurkennt er að rúsínur valda vindgangi.

Heimildir

breyta
  • Svar við „Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?“ á Vísindavefnum. Sótt 3. september 2012.
  • Svar við „Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?“ á Vísindavefnum. Sótt 3. september 2012.
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1