Rafsegulsvið er svið sem allar rafhlaðnar agnir mynda, og er viðfangsefni rafsegulfræði. Ef rafhlaðin ögn er kyrrstæð myndar hún rafsvið, en ef hún er á hreyfingu myndar hún bæði rafsvið og segulsvið. Raf- og segulsegulsvið eru ekki óháð hvort öðru, heldur nátengd hvort öðru þ.a. breytingar á öðru veldur breytingum á hinu. Því er eðlilegt að tala um rafsegulsvið, þegar fengist er við rafhlaðanar agnir í segulsviði (sjá Lorentzkraftur).

Afstæðiskenningin sýndi fram á að hreyfing er afstæð, og ekki er hægt að segja til um hvort ögn er kyrrstæð eða ekki - það fer eftir áhorfandanum. Þar af leiðir að rafsvið og segulsvið eru órjúfanlega bundin, þar sem einn áhorfandi sér rafsvið sér annar segulsvið, og raunar lýsti Einstein segulsviðinu sem afstæða hluta rafsviðsins.

Samverkun rafsviðs og segulsviðs var fyrst lýst á stærðfræðilegan hátt með jöfnum Maxwells.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES