Rafspenna, oftast aðeins spenna, er styrkur rafmagns. Í rafmagnsfræðum er oftast átt við mismun á styrk mættisins milli tveggja punkta í rafsviði, þar sem annar punkturinn er jörð, sem samkvæmt skilgreiningu hefur rafmætti núll. SI-mælieining er volt, táknuð með V.

Stærðfræðileg skilgreining rafspennu, U: Styrkur rafmættis, eða sú vinna, sem þarf til að hliðra einingarrafhleðslu í rafsviði, frá punkti a til punkts b, má setja fram með ferilheildinu

Jafnspenna er föst í tíma, en riðspenna sveiflast reglulega milli tveggja útgilda.

Jafnspennan V, milli tveggja punkta í rafrás er hlutfall afls W og rafstraums I, sem um hana fer:

Samband straums og spennu

breyta

Lögmál Ohms gefur samband rafspennu og -straums í rafrás með því að skilgreina rafviðnám.

Spennulögmál

breyta

Spennulögmálið segir að summa allra spennugjafa rafrásar sé jöfn summu spennulfallanna.

Jöfnur Maxwells

breyta

Jöfnur Maxwells gefa samband rafsegulsviðs og rafspennu.

Háspenna

breyta
 
Alþjóðlegt viðvörunarmerki vegna háspennu (ISO 3864), Háspennumerkið.

Háspenna kallast rafspenna sem er nægjanlega há til geta valdið skammhlaupi í lofti og er hættuleg mönnum og dýrum.

Rafspenna á heimilum

breyta

Íslensk heimili nota 230 volta riðspennu, með sveiflutíðnina 50 rið, sem strangt tekið telst ekki háspenna, en getur samt verið banvæn. Um raflagnir á heimilum og í fyrirtækjum gilda lög, sem ætlað er að koma í veg fyrir slys af völdum rafmagns.

  NODES
languages 1
os 1