Randatúnfiskur (fræðiheiti: Katsuwonus pelamis) er túnfiskur í makrílaætt. Randatúnfiskur er ólíkur öðrum túnfisktegundum að því leyti að hann aðlagar sig ekki að hitastiginu sem hann er í og þess vegna var hann settur í sína eigin ættkvísl (Katsuwonus). Ástæðan er sú að randatúnfiskurinn er með kalt blóð.

Randatúnfiskur
Randatúnfiskur (Katsuwonus pelamis)
Randatúnfiskur (Katsuwonus pelamis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Makrílaætt (Scombridae)
Ættkvísl: Katsuwonus
Tegund:
K. pelamis

Tvínefni
Katsuwonus pelamis

Lýsing

breyta

Randatúnfiskurinn er minnsta túnfisktegundin en líka sú tegund sem mest er veitt af. Algengt er að hann sé á milli 40–80 cm að lengd og hann getur náð 30 kg að þyngd og allt að 12 ára aldri. Hann er með tvo aðskilda bakugga, stutta eyugga og tvo kviðugga og er breiðastur í miðjunni. Það sem er líkt hjá randatúnfisknum og öðrum túnfisktegundum eru smáuggar sem liggja frá aftari bakugga og kviðugga að sporði. Hann er ekki með sundmaga svo erfitt getur verið að notast við bergmálstækni við veiðar. Einkenni randatúnfisksins eru 4-6 láréttar dökkar línur frá haus og eyruggum að sporði en hann dregur nafn sitt af þessum línum.[1]

Lifnaðarhættir

breyta

Randatúnfiskur flokkast sem uppsjávarfiskur en hann heldur sig þó niðri á allt að 260 m dýpi á daginn en á næturna heldur hann sig við yfirborðið. Hann heldur sig þar sem hitastigið er milli 15–30°C. Hann myndar oft torfur við yfirborðið þar sem eru fljótandi hlutir, fuglar, hvalir og hákarlar. Randatúnfiskurinn verður að vera stöðugt á sundi til þess að fá nægt súrefni úr vatninu.[2]

Fæða

breyta

Fæða randatúnfisksins er fjölbreytileg. Hann nærist samt mest á smærri fiskum, smokkfiskum og krabbadýrum. Hann verður að treysta á sundhraðann til þess að ná bráðinni. Helstu tegundir sem ógna honum eru hákarlar og stórir beinfiskar.[2]

Veiðitækni

breyta

Sérhæfð tækni er notuð við veiðar á randatúnfiskinum þar sem hann laðast að fljótandi hlutum. Fljótandi hlut er komið fyrir, til dæmis trédrumb. Randatúnfiskurinn laðast að þessu og er umkringdur og lokaður inni í hringnót. Þegar notast er við þessa aðferð kemur mikið af öðrum tegundum með í nótinat.d. hvalir, hákarlar og höfrungar. Einnig er hann veiddur með net, stöng og með línu.[3]

Heimildir

breyta
  1. Gunnar Þór Halldórsson. „Eru tækifæri fyrir Íslendinga að veiða túnfisk, annan en bláugga?“ (PDF). Sótt 13. febrúar 2018.
  2. 2,0 2,1 „Skipjack Tuna – Oceana“. Sótt 13. febrúar 2018.
  3. „Fish detail – WWF SASSI“. Sótt 13. febrúar 2018.
  NODES