Rapp

tónlistarstefna með rímuðum texta

Rapp er tónlistarstefna sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna seint á 8. og snemma á 9. áratug 20. aldar. Einkennist af taktföstum ryþma, skratsi og rímuðum texta.

Saga rappsins

breyta

Rappið á upptök sín í Bandaríkjunum. Rapptónlistin varð til meðal fátækra blökkumanna og var ákveðin þróun út frá sagnahefð þeirra líkt og þekktist hjá þrælum. Það byrjaði upp úr 1980 og þekktist helst meðal atvinnulausra fátæklinga sem voru í klíkum. Helstu klíkurnar voru í Los Angeles en það voru LA-klíkan og hinsvegar Hollywood-klíkan. Þær tókust mjög hart á meðal annars með skotbardögum. Tupac Shakur var meðal þeirra þekktustu í Hollywood-klíkunni en hann var myrtur var af LA-klíkunni þann 13. september árið 1996. Tupac Shakur var þekktur fyrir húðflúr sitt sem hann fékk á húðflúrstofu í New York, á bringunni stóð „Thug Life“ en er talið að það hafi verið mistök þar sem hann ætlaði að setja „Thug for life“. Eftir miklar styrjaldir milli LA og Hollywood-klíkunnar varð til ný klíka að nafni New York-klíkan sem barðist gegn þeim einnig.

Seinna fóru þeir að spila á hljóðfærin undir kveðskap hinna meðlimanna en þá varð fyrsta rapplagið til. Síðar átti frægur upptökustjóri frá New York leið framhjá sem vann aukavinnu sem vörubílstjóri. Þar heyrir hann rappið í frumgerð sinni og fær þá frumrapparana til að koma með sér til New York. Manhattan er eftir það oft kölluð móðir rappsins. Stuttu seinna hóf Erpur Eyvindarson viðskiptanám í New York en þaðan kom hann með rappið til Íslands ásamt Dóra DNA. Í dag er Ungverjaland helsta rappland Vesturlanda.

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Meira en öld áður en rapp kom á yfirborðið í Ameríku þá voru tónlistarmenn í Vestur-Afríku að segja segja sögur með rímum, með einungis trommuslátt sér til hjálpar. Á sama tíma voru tónlistarmenn í Karabíska hafinu einnig að segja sögur með rímum. Það mætti því segja að syngjandi skáldin frá Afríku og Karabískahafinu lágu grunninn fyrir nútíma raptónlist í Bandaríkjunum. Árið 1979 var tímamótaár í sögu rapsins því í fyrsta sin hafði rapplag vakið verulega athygli og einnig heimsvinsældum. Það var lagið „Rapper's Delight“ með sveitinni Sugarhill Gang. Sugarhill Gang var strákatríó frá New Jersey. Sveitin komst á samning hjá útgáfufyrirtækinu Sugar Hill Records en þar réð ríkjum framleiðandinn og soul-dívan Sylvia Robinson. „Rapper's Delight“ náði 4. sæti á R&B-listanum í Bandaríkjunum og seldist í tveimur milljónum eintaka á heimsvísu. Þá fyrst var farið að tala um rapp í fjölmiðlum og segja má að í lok 8. áratugarinns hafi rappið komist í almenna umræðu eða að minnsta kosti út fyrir afmörkuð hvefi New York borgar. Þótt þrír strákar frá New Jersey hafi gengt stóru hlutverki í sögu rappsins þá er uppsprettan engu að síður í New York, nánar tiltekið í hvefunum Bronx og Harlem en þar var mikil gerjun í menningarlífi ungra svertingja. Hipp-hopp menningin var í miklum blóm með tilheyrandi breikdansi og graffíti. Einn maður stóð öðrum fremur í að leggja grunninn að því sem á eftir kom í tónlistnni en hann var DJ Kool Herc. Hann fæddist árið 1954 í Kingston á Jamaíku, í sama hvefi og Bob Marley. Herc fluttist til Bronx í New York árið 1967 og frá árinu 1937 kom hann reglulega fram sem dj eða plötusnúður á götum úti, í klúbbum og víðar við góðar undirtektir. Herc var fyrstur til að mixa, tvær plötur með sama lagi og þróa svokölluð „break beats“ sem varð undirstaða rapptónlistar. Afrika Bambaataa fylgdi fordæmi Herc og annara tónlistarmanna en sótti einnig innblástur úr allt annarri átt. Það sem átti hug hans allan var tónlist þýsku raftónlistarmannanna úr Kraftwerk. Fyrir tilstilli hans hljómaði nú þýsk raftónlist af plötum eins og Autobahn og Trans-Europe Express í svertingjaklúbbum New York. Þannig læddust raftónlistaráhrifin inn í rapptónlistina og einnig hjálpaði útbreiðsla ódýrra rafhljóðfæra, þar á meðal hljóðgervla og trommuheila. Að sjálfsögðu komu áhrif úr ótal áttum inn í rapptónlistina þó eigna megi ofantöldum aðilum stóran hlut. Nöfn eins og Gil Scott-Heron, Last Poets, Cab Calloway komu einnig við sögu, jafnvel Louis Armstrong og Commander Cody. Seinni hluti 8. áratugarins var upphafsskeið hipp-hoppsins og lykilmenn í tónlistinni voru DJ Kool Herc, Afrika Bambaataa, Kurtis Blow (sem var fyrsti rapparinn sem fékk útgáfusamning hjá stóru útgáfufyrirtæki, Mercury/Polygram árið 1979) og Grandmaster Flash. Þetta voru þeir sem skipuðu fyrstu kynslóð rappara og lögðu grunninn að þeirri fjölbreyttu flóru sem skilgreind er sem rapptónlist í dag. Næstu tímamót í sögu rappsins voru árið 1982 en þá var lagið „The Message“ með Grandmaster Flash and the Furious Five’s gefið út. Tónlistin var reyndar ekki frábrugðin þeirri sem hafði tíðkast á árunum á undan en í textagerðinni kvað við annan tón. Þar var að finna nöturlega lýsingu á lífinu í fátækrarhverfinu, til dæmis línur eins og þessar: „Don’t push me ‘cause I’m close to the edge...“ Í kjölfarið fylgdu rappsveitir á borð við Run-DMC og Public Enemy og þeim lá meira á hjarta en forverum þeirra. Pólitík og félagsleg kýli samfélagsins voru nú meðal yrkisefna rappara. Önnur kynslóð rappara fór að láta á sér bera með stórstjörnum eins og Run-DMC, Beastie Boys, L.L. Cool J, sem oft er nefndur fyrsta kyntákn rapptónlistarinnar, og fleirum. Árið 1984 náði rapp svo endanlega að festa sig í sessi með samstarfi Run-DMC og rokkhljómsveitarinnar Aerosmith. Þar var um að ræða þriðju breiðskífu Run-DMC sem bar titilinn Raising Hell og innihélt hún smellinn „Walk This Way“. Þessi plata, sem gefin var út af Def Jam Records, útgáfufyrirtæki framleiðendanna Russell Simmons og Rick Rubin, náði metsölu innan rapptónlistargeirans. Um hálfu ári síðar gáfu Beastie Boys út sína fyrstu breiðskífu Liscense to Ill en það var fyrsta rappplatan sem náði toppsæti bandaríska vinsældalistans og seldist í yfir sjö milljónum eintaka á heimsvísu. Þegar hér var komið sögu var rapptónlist orðin að yfirgripsmiklum iðnaði sem teygði anga sína um gervöll Bandaríkin og víðar. Breiddin í tónlistinni var orðin mikil og ekki síður í textagerðinni. Nokkrir tónlistarmenn, fyrir utan þá sem áður hafa verið nefndir, hafa skipt sköpum í sögu rappsins. Þeirra á meðal eru De La Soul, N.W.A., Ice Cube, Dr. Dre, Snoop Doggy Dog, Wu-Tang Clan, Puff Daddy, Eminem, Jay-Z, Lauryn Hill, Missy Elliott og DMX. Upp úr 1990 tók rappið breytingum frá því að vera „old-school-style“ sem var byggt á frekar einföldum textum í að vera „new-school-style“sem var háværari og innihélt flóknari texta. Flytjendur eins og The Notorious B.I.G, Snoop Dogg og Tupac sem voru kóngar rapsins á þessum tíma líkt og Eminem einn vinsælasti hvíti rappari allra tíma. Í dag er rapp einn af stærri hlutum tónlistargeirans. Stíltegundirnar sem falla undir rappið eru fjölmargar. Þar má til dæmis nefna: 'Hardcore Rap', 'West Coast Rap', 'Gangsta Rap' og 'Pop Rap'. Rapptónlistarmenn geta verið eins ólíkir og Will Smith og Eminem, BlazRoca og Nelly. Varla er gefið út R&B lag í dag án þess að rapp komi þar við sögu og hipp-hopp-menningin teygir anga sína víða. Tupac Shakur fæddist inn í Black Panther fjölskyldu og hans rapp og heimsspeki var frá áhrifum þessa hóps. Tupac rappaði um ofbeldi löggunnar, fátækt, kynþáttarfordóma og félagslegt ofbeldi. Tónlist hans var mótuð af árásargirni, slangri og mikilli gagnrýni á samfélagið. Af því mörgum sem Tupac var þá leit hann á sjálfan sem gott skáld, en hann var kosinn sem besti rappari allra tíma árið 2004 af Vibe magazine. Rolling Stone sagði að Tupac væri 6. Ódauðlegasti tónlistarmaður allra tíma. 2pacalypse now, Thug life, greatest hits og Still I Rise eru meðal vinsælustu platna hans. Shakur seldi 75 milljón plötur á heimsvísu árið 2010. Stuttu eftir að Tupac var hvað vinsælastur spratt upp westcoast/eastcoast deilur sem uðru útaf samanburði á Tupac og Notorious B.I.G. og í kjölfarið var stríð á milli plötufyrirtækja sem magnaði bara upp westcoast/eastcoast deiluna. Rappararnir létu ekkert stoppa sig og notuðu hvert tækifærið sem gafst til að skjóta á keppinaut sinn einkum Tupac og Biggie (B.I.G.) Báðir þessir rapparar voru drepnir í kjölfar þessara deilna. Í lok 8. áratugarinns og í byrjun á þeim 9. varð Gangster rap gríðarlega vinsælt. Allir vildu verða Gangsta rappari. Felstir tónlistarmennirnir höfðu fjárfest peningum sínum í sitt eigið plötufyrirtæki. Þekktir Gangsta rapparar eru eins og Schoolly D, Ice-T og The N.W.A. Gangsta Rap var harðlega gagnrýnt fyrir texta þeirra um skemmdarverk, kynlíf, eiturlyf og samfélagið í heild sinni. Rappið tók breytingum frá ári til árs og fljótlega fór fátækt í rapp lögum að missa marks og í stað þess urðu lögin fyrir áhrifum af efnishyggju og aulýsingavæðingu. Plötufyrirtækin urðu stærri og stærri og peningarnir streymdu inn. Loyd Banks, 50 cent and Tony Yayo stofnuðu G-unit og í kjölfarið stofnuðu þeir G-unit records. 50 Cent varð vinsæll með lögunum „Candy Shop“, „Disco Inferno“, and „How we Do“. Rappsenan var orðin vettvangur þar sem tónlistarmennirnir montuðu sig yfir auði sínum, gulli, bílum en einnig var merkjadýrkunin allsráðandi þar sem „Bentley“, „Limousine“, „Versace“ ásamt fleirum vel þekktum merkjum sem spruttu upp í textum rapparanna. Efnishyggjan í lögunum átti eftir að verða áfram í framtíðinni. Samt sem áður spratt upp kristilegt rapp í senunni með trúarlegt viðhorf og gospel. Flytjendur eins og Nas, Gospel Gangstaz, Dynamic Twins, Souljahz og margir fleiri. Rappsenan í dag inniheldur rapparar eins og Eminem, Ludacris, 50 cent, Damien Marely, Jay-Z, Nas, L.L. Cool J, Beastie boys ásamt fleirum röppurunum em hafa náð vinsældum í gegnum árin. Kvenrapparar eins og Missy Elliot og Lil Kim komu inn í senuna með miklum látum og eru frægar um allan heim.

  NODES
Done 1
see 1
Story 8