Rauður dvergur er lítil og köld tegund stjarna. Rauðir dvergar eru massalitlir, milli 0,075 og 0,50 sólarmassar (M☉). Yfirborðshiti þeirra er innan við 4000 Kelvin.

Rauðir dvergar eru algengasta tegund stjarna á Vetrarbrautinni okkar. Talið er að þeir séu um 75% allra stjarna á Vetrarbrautinni. Þeir eru rauðir eða appelsínugulir á litinn og með lágt birtustig. Þeir sjást ekki með berum augum frá jörðinni.

Sá rauði dvergur sem er næst jörðinni er Proxima Centauri.

Rauðir dvergar eru langlífasta tegund stjarna. Þeir brenna orku sína afar hægt og því er talið að hún endist í trilljónir ára.

Margir rauðir dvergar eru blossastjörnur, sem hafa mikla segulvirkni og gefa frá sér öfluga sólblossa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 4