Red (plata)

Breiðskífa eftir Taylor Swift frá 2012

Red er fjórða breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 22. október 2012 af Big Machine Records. Titill plötunnar vísar í „rauðu“ tilfinningar Swift sem hún upplifði meðan hún samdi plötuna.

Red
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út22. október 2012 (2012-10-22)
Tekin uppca. 2011–2012
Hljóðver
  • Blackbird (Nashville)
  • Pain in the Art (Nashville)
  • Ballroom West (New York)
  • Instrument Landing (Minneapolis)
  • MXM (Stokkhólmur)
  • Conway (Los Angeles)
  • Village (Los Angeles)
  • Garage (Topanga Canyon)
  • Ruby Red (Atlanta)[1]
Stefna
Lengd65:09
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
  • Taylor Swift
  • Nathan Chapman
  • Jeff Bhasker
  • Dann Huff
  • Jacknife Lee
  • Max Martin
  • Shellback
  • Butch Walker
  • Dan Wilson
Tímaröð – Taylor Swift
Speak Now World Tour – Live
(2011)
Red
(2012)
1989
(2014)
Smáskífur af Red
  1. „We Are Never Ever Getting Back Together“
    Gefin út: 13. ágúst 2012
  2. „Begin Again“
    Gefin út: 1. október 2012
  3. „I Knew You Were Trouble“
    Gefin út: 27. nóvember 2012
  4. „22“
    Gefin út: 12. mars 2013
  5. „Red“
    Gefin út: 24. júní 2013
  6. „Everything Has Changed“
    Gefin út: 14. júlí 2013
  7. „The Last Time“
    Gefin út: 4. nóvember 2013

Swift prufaði sig áfram með nýjan stíl og vann með nýjum framleiðendum, líkt og Max Martin og Shellback. Platan blandar saman popp, kántrí, og rokktónlist, með eiginleikum úr leikvangarokki, Bretapoppi, danspoppi, og dubstep. Af henni voru gefnar út sjö smáskífur, þar með talið „We Are Never Ever Getting Back Together“ sem komst á topp Billboard Hot 100 listans.

Í Bandaríkjunum var Red sjö vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem sjöföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún komst efst á vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningar í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi. Platan hlaut tilnefningu sem plata ársins (Album of the Year) á Country Music Association-verðlaununum árið 2013, ásamt tilnefningar sem plata ársins (Album of the Year) og besta kántrí platan (Best Country Album) á Grammy-verðlaununum árið 2014. Swift auglýsti plötuna með tónleikaferðalaginu Red Tour (2013–2014).

Platan hefur komið fram á listum yfir bestu plötur 2. áratugs 21. aldar, þar með talið í 99. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“ árið 2023. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Red (Taylor's Version), þann 12. nóvember 2021.

Lagalisti

breyta
Red — Stöðluð útgáfa[1]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
1.„State of Grace“Taylor Swift
  • Swift
  • Nathan Chapman
4:55
2.„Red“Swift
  • Swift
  • Chapman
  • Dann Huff
3:43
3.„Treacherous“
  • Swift
  • Dan Wilson
Wilson4:02
4.„I Knew You Were Trouble“
  • Martin
  • Shellback
3:39
5.„All Too Well“
  • Swift
  • Liz Rose
  • Swift
  • Chapman
5:29
6.„22“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:52
7.„I Almost Do“Swift
  • Swift
  • Chapman
4:04
8.„We Are Never Ever Getting Back Together“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
3:13
9.„Stay Stay Stay“Swift
  • Swift
  • Chapman
3:25
10.„The Last Time“ (ásamt Gary Lightbody úr Snow Patrol)
  • Swift
  • Lightbody
  • Jacknife Lee
Lee4:59
11.„Holy Ground“SwiftJeff Bhasker3:22
12.„Sad Beautiful Tragic“Swift
  • Swift
  • Chapman
4:44
13.„The Lucky One“SwiftBhasker4:00
14.„Everything Has Changed“ (ásamt Ed Sheeran)
  • Swift
  • Sheeran
Butch Walker4:05
15.„Starlight“Swift
  • Swift
  • Chapman
  • Huff
3:40
16.„Begin Again“Swift
  • Swift
  • Chapman
  • Huff
3:57
Samtals lengd:65:09
Red — Deluxe útgáfa (diskur tvö)[2]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
17.„The Moment I Knew“Swift
  • Swift
  • Chapman
4:46
18.„Come Back... Be Here“
  • Swift
  • Wilson
Wilson3:43
19.„Girl at Home“Swift
  • Swift
  • Chapman
3:40
20.„Treacherous“ (upprunalega prufu upptakan)
  • Swift
  • Wilson
Wilson4:00
21.„Red“ (upprunalega prufu upptakan)Swift
  • Swift
  • Chapman
3:47
22.„State of Grace“ (órafmagnað)Swift
  • Swift
  • Chapman
5:23
Samtals lengd:25:19

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Taylor Swift (2012). Red (vinyl liner notes). Nashville: Big Machine Records. BMR310400D.
  2. „Red (CD)“. _target Corporation. Afrit af uppruna á 24. júlí 2021. Sótt 28. desember 2020.
  NODES
Association 2
Note 1