Rob-Vel eða François Robert Velter (9. febrúar 190927. apríl 1991) var franskur teiknimyndasagnahöfundur. Hann er kunnastur fyrir að hafa skapað teiknimyndasagnahetjuna Sval

Höfundur Svals

breyta

Árið 1938 hóf belgíski útgefandinn Dupuis útgáfu á nýju teiknimyndablaði og fól hann Rob-Vel að búa til titilpersónu. Rob-Vel, sem hafði á táningsárum starfað sem lyftuvörður á hóteli, skapaði tápmikla hótelstarfsmanninn Sval. Síðar bjó hann til gæluíkornann Pésa, sem fylgt hefur Sval líkt og lyftuvarðarbúningurinn í bókaflokknum um Sval og Val.

Þegar Síðari heimsstyrjöldin braust út var Rob-Vel kvaddur í herinn og særðist. Eiginkona hans Blanche Dumoulin tók þá við ritun sagnanna um tíma. Vegna stríðsins reyndist örðugt að senda teiknimyndasögur frá París til útgefandans í Brussel. Ákvað Rob-Vel því að selja höfundarréttinn að persónunni til Dupuis, sem fól teiknaranum Jijé að halda verkinu áfram.

  NODES