Robin Williams
Bandarískur leikari (1951–2014)
Robin McLaurin Williams (21. júlí 1951 – 11. ágúst 2014) var bandarískur uppistandari og leikari. Meðal kvikmynda sem hann lék í eru Stjáni blái (1980), Good Morning, Vietnam (1987), Dead Poets Society (1989), Awakenings (1990), og Good Will Hunting (1997).
Robin Williams | |
---|---|
Fæddur | Robin McLaurin Williams 21. júlí 1951 |
Dáinn | 11. ágúst 2014 (63 ára) |
Þjóðerni | Bandarískur |
Störf | Leikari, uppstandari |
Ár virkur | 1972–2014 |
Maki | Valerie Velardi (1978–1988) Marsha Garces (1989–2011) Susan Schneider (2011) |
Börn | 3 |
Hann var tilnefndur til óskarsverðlaunanna sem besti leikari þrisvar og vann verðlaun fyrir besta aukaleikara fyrir myndina Good Will Hunting. Hann vann tvö Emmy verðlaun, fjögur Golden Globe-verðlaun, tvö Screen Actors Guild-verðlaun og fimm Grammy-verðlaun.
Williams átti við þunglyndi og áfengissýki að stríða yfir mestallann ferilinn. 11. ágúst 2014 fannst hann látinn eftir að hafa framið sjálfsmorð með hengingu á heimili sínu í Paradise Cay, Kalifornía.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Martin, Nick (13. ágúst 2014). „San Francisco Neighbours Mourn Robin Williams“. Sky News. BSkyB. Sótt 13. ágúst 2014.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Robin Williams.