Runa
Runa er í stærðfræði óendanleg fjölskylda af stökum ásamt vísismenginu . Óformlega má líta á runu sem keðju af fyrirbærum sem koma eitt á fætur öðru, og enginn endir er á. Dæmi um runur væri:
- (Fibonacci-runa)
- (Fastarunan 1)
Runu má hugsa sér sem fall með formengið og því gilda ýmis hugtök úr fallafræði um þær. Runa er gjarnan táknuð, líkt og fjölskyldur almennt, með svigum, t.d. . Þá er það oft ritað , til þess að gefa til kynna að um sé að ræða fjölskyldu þar sem að hvert stak hefur vísi úr mengi náttúrlegra talna. Þá er n-ta stak rununnar táknað .
Vaxandi og minnkandi runur
breytaRuna er sögð vaxandi ef hún stækkar eftir því sem á líður, þ.e., að fyrir öll n gildir . Sömuleiðis er runa sögð minnkandi ef að hún minnkar, þ.e., að fyrir öll n gildir .
Runur sem eru annað hvort vaxandi eða minnkandi eru kallaðar einhalla.
Hlutruna
breytaHlutruna er búin til úr runu með því að eyða nokkrum gildum út úr runu. Til dæmis væri hægt að smíða runu úr þriðja hverju gildi annarrar runu:
Samleitni
breytaHafi runa grannmynstur getur hún verið samleitin. Runa er sögð samleitin ef að hún hefur markgildi.
Formlega, fyrir runu , , á firðrúmi með firð , þá fyrir segjum við að sé markgildi rununnar og ritum:
Það er að segja, að fyrir öll sem eru stærri en 0, þá sé til tala N, þannig að ef að n > N þá sé fjarlægðin milli og L minni en .
Takmarkaðar runur
breytaRuna er takmörkuð ef til er endanleg tala M, þ.a. | | < M fyrir öll n. Runa, sem ekki er takmörkuð kallast ótakmörkuð runa. Til dæmis getur runa haft markgildi og þá sögð vera samleitin en ósamleitin ef hún hefur ekki markgildi. Ef að fjarlægð milli staka minnkar eftir því sem líður á rununa kallast runan Cauchyruna á firðinni sem fjarlægðin er mæld með.
Röð
breytaRöð er runa af summum annarar runu. Til dæmis ef (x1, x2, x3, ...) er runa, þá má skoða hlutsummurununa (S1, S2, S3, ...), með