Sækóngulær (fræðiheiti: pantopoda einnig nefndar pycnogonids) teljast til fylkingar liðdýra í undirfylkingunni klóskerar. Þekktar eru um 1300 tegundir.

Sækónguló

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Klóskerar (Chelicerata)
Flokkur: Pycnogonida
Latreille, 1810
Ættbálkur: Pantopoda
Gerstaecker, 1863
Families

Útbreiðsla

breyta

Þær fyrirfinnast um nær allan heim.

Útlit og lifnaðarhættir

breyta

Kviður sækóngulóa er frá 1 mm til 10 mm og langir grannir útlimir ganga út úr kviðnum. Þó að yfirleitt séu sækóngulær frekar litlar eru til dæmi um tegundir sem eru stærri, til að mynda hafa veiðst tegundir við Antartíku þar sem fótur kóngulóa hefur mælst 70 cm, sækóngulær eru yfirleitt með 4 útlimapör en þó eru afbrigði með 5 og 6 útlimapörum vel þekkt. Blóðrásar og taugakerfi sækóngulóarinnar er lítið og einfalt eins og stærð hennar gefur tilefni til, hjartað dælir blóðinu um baklæga æð og í blóðhol, og taugakerfið er með kviðlægann taugastreng líkt og hjá öðrum klóskerum.

Flestar eru sækóngulær rándýr. Þær eru og botndýr og finna sér oftast fylgsni undir steinum og grjóti. Helsta fæða sækóngulóa er holsepi, mosadýr, kórall, burstaormar og svampdýr. Sækóngulær bryðja fæðuna með kokinu/kverkunum. Sækóngulær eru einkynja.

Heimildir

breyta
  NODES