Scandinavian Airlines

Scandinavian Airlines (áður Scandinavian Airlines System, skammstafað SAS) er norrænt flugfélag sem var stofnað árið 1946 þegar sænska flugfélagið Svensk Interkontinental Lufttrafik, norska ríkisflugfélagið Det Norske Luftfartselskap og Danska ríkisflugfélagið Det Danske Luftfartselskab mynduðu bandalag vegna Ameríkuflugs. Flugfélagið er að hluta í ríkiseigu þannig að danska og norska ríkið eiga 14,3% hvort og sænska ríkið 21,4%. Höfuðflugvellir félagsins eru þrír: Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn, Gardermoenflugvöllur hjá Osló og Arlandaflugvöllur í nágrenni Stokkhólms. Félagið er einn af stofnaðilum flugbandalagsins Star Alliance.

Boeing 737 frá SAS á Gardermoen í Noregi.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES