Semíramis var goðsöguleg drottning í Assýríu sem var frá Sýrlandi og átti að hafa gifst sagnkonunginum Nínusi, stofnanda borgarinnar Níneve. Í armenskum goðsögum varð hún ástfangin af armenska konunginum Ara hinum fagra. Hann vildi ekki eiga hana sem varð til þess að hún hélt með her til Armeníu með þeim afleiðingum að Ara var drepinn í orrustunni.

Semíramis sem vopnuð amasóna á ítalskri myndskreytingu frá 18. öld.
Semiramis, drottning í Babýlon, 1905, táknrænt verk eftir ítalska málarann ​​Cesare Saccaggi da Tortona.
Semiramis, drottning í Babýlon, 1905, táknrænt verk eftir ítalska málarann ​​Cesare Saccaggi da Tortona.

Margar kenningar eru til um sögulega fyrirmynd Semíramisar og hún er stundum kennd við Sjammuramat, hina babýlónsku drottningu Sjamsi-Adads 5. Assýríukonungs sem ríkti í þrjú ár eftir lát hans 811-808 f.Kr..

  NODES
languages 1
os 1