Siðblinda

alvarleg persónuleikaröskun

Siðblinda (e. psychopathy eða sociopathy) er alvarleg persónuleikaröskun sem einkennist af skorti á samkennd, grunnu tilfinningalífi, sjálfhverfu og blekkingum. Siðblindir einstaklingar (stundum nefndir síkkópatar) eru gjarnan lygasjúkir, þá skortir samvisku og leiðast gjarnan út í glæpi, jafnt ofbeldisglæpi sem og svokallaða hvítflibbaglæpi. Siðblinda er ólæknandi. Einstaklingar með slíka röskun geta ekki átt í eðlilegu sambandi við aðra. Þeir eru kaldlyndir og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli siðblindu og ofbeldis. Til að mynda eru 20% fanga siðblindir einstaklingar.

Rót siðblindu er er umdeild en stundum talin liggja hjá foreldrum og eiga rætur í uppeldi og mótun siðgæðisvitundar og sjálfsvitundar. Einstaklingur sem verður fyrir ströngum og ósveigjanlegum kröfum þroskar ekki eigin samvisku. Eins nær einstaklingur ekki þroska þar sem veikar fyrirmyndir eru til staðar sem gefa ekki nægilega leiðsögn. Útkoman verður sjálfmiðaður og tillitslaus einstaklingur, sem í flestum tilfellum fellur fyrir þrenns konar hvötum. Þessar hvatir eru kynlíf, peningar og völd

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  NODES