Sikileysku aftansöngvarnir

Sikileysku aftansöngvarnir voru uppreisn íbúa Sikileyjar gegn franska konunginum Karli 1. af Napólí sem hófst að kvöldi annars í páskum 30. mars árið 1282. Uppreisnarmenn drápu um þrjú þúsund Frakka á eyjunni, þar á meðal konur og börn, á sex vikum. Uppreisnin markaði upphafið á Aftansöngvastríðinu milli Karls, með stuðningi Frakklands; og Aragóníu, með stuðningi Býsantíum. Niðurstaðan varð sú að Konungsríkið Sikiley klofnaði í tvennt: meginlandshluti ríkisins varð Konungsríkið Napólí undir stjórn Karls, en eyjan varð hluti af veldi Péturs 3. af Aragóníu.

Sikileysku aftansöngvarnir eftir Francesco Hayez frá 1846.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES